Vilt þú hafa áhrif á loftlagsstefnu ESB?
ÆSKÞ og European Fellowship leita að tveimur ungum einstaklingum á aldrinum 18-30 ára sem hafa áhuga á loftlagsmálum og vilja láta rödd sína heyrast! Þessir einstaklingar fá tækifæri til að taka þátt í Interfaith Youth Convention on the European Green Deal en þar munu um 100 ungmenni frá ýmsum trúarsamtökum, deildum og samkirkjulegum samtökum taka þátt. [...]