Árlega boðar Biskups Íslands til Kirkjuþings unga fólksins. Þingið kemur saman að vori og starfar í einn dag. Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.

Kirkjuþing unga fólksins er skipulagt af Biskupsstofu og ÆSKÞ.

Kirkjuþing unga fólksins 2012