ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök og starfa á landsvísu innan Þjóðkirkjunnar, hluti af markmiðum sambandsins er að standa að sameiginlegum verkefnum, vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan kirkju og utan. Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að stuðla að samkirkjulegum og þvertrúarlegum verkefnum og samstarfi.
Við erum sjálfbær samtök sem rekin eru án hagnaðar. Leitast er við að allt starf sé þátttakendum að kostnaðarlausu eða að öðrum kosti sé kostnaður ekki svo hár að hann hindri þátttöku í viðburðum.
ÆSKÞ stendur við bakið á sínum aðildarfélögum býður þeim og leiðtogum þeirra til þátttöku í ýmiskonar viðburðum og námskeiðum. Landmót er okkar stærsti viðburður og fá aðildarfélagar aflsátt af mótsgjöldum. Við styðjum við bakið á aðildarfélögum okkar og erum ávallt reiðubúin að aðstoða við uppbyggingu á æskulýðsstarfi og saman mynda aðildarfélögin sterka heild sem vinnur að æskulýðsmálum innan Þjóðkirkjunnar á breiðum grundvelli.
Þá hafa aðildarfélögin rétt til setu á aðalfundi ÆSKÞ og til að bjóða fram í stjórn, þannig gefst þeim tækifæri til að hafa mótandi áhrif á stöðu æskulýðsmála í landinu.
Hafir þú áhuga á að gerast félagi vinsamlegast sendið tölvupóst á aeskth@aeskth.is
Félagar í ÆSKÞ
- Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju ÆFAK
- Æskulýðsfélag Árbæjarkirkju, saKúl
- Æskulýðsfélag Ástjarnarkirkju, Cheeeezus
- Æskulýðsfélag Bústaða- og Grensáskirkju, Pony
- Æskulýðsfélag Digraneskirkju, Meme
- Æskulýðsfélag Dómkirkjunnar
- Æskulýðsfélag Eskifjarðarprestakalls
- Æskulýðsfélag Glerárkirkju, Glerbrot
- Æskulýðsfélag Grafarvogskirkju, Samson
- Æskulýðsfélag Hafnarfjarðarkirkju, ÆSKÓ
- Æskulýðsfélag Hallgrímskirkju, Örkin
- Æskulýðsfélag Háteigskirkju
- Æskulýðsfélag Djúpavogs-, Heydala- og Stöðvarfjarðarkirkja
- Æskulýðsfélag Hofsprestakalls Vopnafjarðarkirkju
- Æskulýðsfélag Hólaneskirkju, Skagaströnd
- Æskulýðsfélag Hvammstangakirkju
- Æskulýðsfélag Íslenska safnaðarins í Noregi
- Æskulýðsfélag Laugarneskirkju, Týranus
- Æskulýðsfélag Lágafellssóknar, Sound
- Æskulýðsfélag Lindakirkju, Lindubuff
- Æskulýðsfélag Neskirkju, NeDó
- Æskulýðsfélag Ólafsvíkurkirkju
- Æskulýðsfélag Reykhólakirkju Staðarhólssókn
- Æskulýðsfélag Safnaðasamlags Egilsstaðaprestakalls
- Æskulýðsfélag Selfosskirkju, Kærleiksbirnirnir
- Æskulýðsfélag Seljakirkju, SELA
- Æskulýðsfélag Seltjarnarneskirkju
- Æskulýðsfélag Skálholtsdómkirkju, Molarnir
- Æskulýðsfélag Landakirkju, Vestmannaeyjum
- Æskulýðsfélag Vídalínskirkju
- Æskulýðsfélag Þórshafnarkirkju