Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar

Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) eru frjáls félagasamtök og starfa á landsvísu innan Þjóðkirkjunnar.

Markmið sambandsins er að:

  1. Gefa ungu fólki tækifæri og hvetja þau til að taka þátt í fjölbreyttu og lifandi æskulýðsstarfi sem hefur boðskap Jesú Krists að leiðarljósi.
  2. Efla æskulýðsstarf fyrir 6 – 30 ára innan Þjóðkirkjunnar
  3. Vera vettvangur starfsfólks og sjálfboðaliða í barna- og unglingastarfi fyrir samfélag og fræðslu.
  4. Standa að sameiginlegum verkefnum, auka samstarf og veita aðildarfélögum ráðgjöf um uppbyggingu og framkvæmd æskulýðsstarfs.
  5. Vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan kirkju og utan.
  6. Beita sér fyrir því að opna frekar möguleika ungmenna að kynnast ungmennum í kirkjustarfi á erlendum vettvangi.
  7. Stuðla að samkirkjulegum og þvertrúarlegum verkefnum og samstarfi.

Hafa samband

Skrifstofa ÆSKÞ er til húsa í

Neskirkju við Hagatorg
107 Reykjavík

Sími: 511-1562 / 661-8485
Fax: 511-1564
Netfang: aeskth@aeskth.is

Erlent samstarf

ÆSKÞ er aðili að Euroepan Fellowship of Christian Youth (EF). EF eru samtök 18 aðildarfélaga víðs vegar um Evrópu sem vinna sameiginlega að markmiðum samtakanna. EF stendur fyrir námskeiðum og viðburðum fyrir leiðtoga í barna og æskulýðsstarfi. Hér á síðunni má nálgast upplýsingar um viðburði og æskulýðsmót sem haldin eru af EF og samstarfsaðilum áhugasamir geta opnað þennan tengil: Erlent samstarf

Landsmót

Árlega stendur ÆSKÞ fyrir Landsmóti æskulýðsfélaga. Mótið er haldið síðustu helgina í október ár hvert og eru þátttakendur á bilinu 300-700 ungmenni á aldrinum 13-17 ára. Þátttaka í landsmóti hvort sem það er sem þátttakandi, leiðtogi eða skipuleggjandi er virkilega gefandi. Við erum mjög stolt af mótinu okkar og leggjum gífurlegan metnað í það. Stór hluti af starfi ÆSKÞ fer í að skipuleggja þetta mót, en á hverju ári er mótið haldið á nýjum stað. Við reynum að ferðast með mótið á milli landshluta til þess að það séu ekki alltaf sömu æskulýðsfélögin/kirkjur sem þurfa að fara um langan veg. Kostnaði við mótin er stillt í hóf, en sama verð er fyrir alla þátttakendur sama hvaðan af landinu þeir koma. Þátttaka í landsmót getur verið mikil lyftistöng fyrir æskulýðsfélagið enda skapast þar margar jákvæðar minningar.

  • 2006 Vatnaskógur
  • 2007 Hvammstangi
  • 2008 Ólafsvík
  • 2009 Vestmannaeyjar
  • 2010 Akureyri
  • 2011 Selfoss
  • 2012 Egilsstaðir
  • 2013 Reykjanesbær
  • 2014 Hvammstangi
  • 2015 Vestmannaeyjar
  • 2016 Akureyri
  • 2017 Selfoss
  • 2018 Egilsstaðir
  • 2019 Ólafsvík