Sólveig Franklínsdóttir nýr framkvæmdastjóri
Sólveig Franklínsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri ÆSKÞ. Hún tók við starfinu af Jónínu Sif Eyþórsdóttur 14. apríl s.l., sem er á leið í ársleyfi. Sólveig er lærður markþjálfi og hefur undanfarið ár starfað sem æskulýðsfulltrúi í Fossvogsprestakalli ásamt því að stunda nám í guðfræði við Háskóla Íslands. Sólveig hefur fjölbreytta reynslu af því að starfa með börnum og ungmennum í gegnum tíðina og hlakkar til að takast á við öll hin spennandi verkefni sem framundan eru hjá ÆSKÞ.
Viltu vera með í Landsmótsnefnd?
Við leitum að öflugu fólki til að vera með í landsmótsnefnd. Hún á veg og vanda að allri framkvæmd og skipulagningu Landsmóts. Nefndin fundar reglulega með framkvæmdastjóra og landsmótsstjóra og saman vinnur hópurinn að því að búa til ógleymanlegan viðburð. Öllu jafna skipa 10 manns nefndina, meðal verkefnana eru: Landsmótsstjóri Vaktstjóri Fulltrúi heimabyggðar Fjölmiðlafulltrúi Sviðsstjóri Veitingastjóri Viðburðarstjóri Tæknistjóri L0 – sjálfboðaliðar Hlaupari/Reddari Þeir sem hafa áhuga á að vera með endilega sendið póst á aeskth@aeskth.is
Leikjabanki ÆSKÞ
ÆSKÞ fékk styrk úr Æskulýðssjóði til þess að vinna að leikjabanka til notkunar í æskulýðsstarfi. Leikjabankinn er staðsettur á vefslóðinni www.leikjabanki.is.
Styrkja starfið
Það er auðvelt að styrkja starf ÆSKÞ. Smelltu hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar.