I. KAFLI
Nafn og aðsetur
1. gr. Nafn sambandsins er Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar skammstafað ÆSKÞ. Aðsetur og varnarþing er í Reykjavík.
II. KAFLI
Hlutverk og markmið.
2. gr. ÆSKÞ eru frjáls félagasamtök og starfa á landsvísu innan Þjóðkirkjunnar. Markmið sambandsins er að:
a) Gefa ungu fólki tækifæri og hvetja þau til að taka þátt í fjölbreyttu og lifandi æskulýðsstarfi sem hefur boðskap Jesú Krists að leiðarljósi.
b) Efla æskulýðsstarf fyrir 6 til 30 ára innan Þjóðkirkjunnar
c) Vera vettvangur starfsfólks og sjálfboðaliða í barna- og unglingastarfi fyrir samfélag og fræðslu
d) Standa að sameiginlegum verkefnum, auka samstarf og veita aðildarfélögum ráðgjöf um uppbyggingu og framkvæmd æskulýðsstarfs
e) Vera málsvari fyrir ungt fólk og kristilegt æskulýðsstarf innan kirkju og utan.
f) Beita sér fyrir því að opna frekar möguleika ungmenna til að kynnast ungmennum í kirkjustarfi á erlendum vettvangi.
g) Stuðla að samkirkjulegum og þvertrúarlegum verkefnum og samstarfi.
III. KAFLI
Aðildarfélög.
3. gr. Aðild að sambandinu eiga æskulýðsfélög Þjóðkirkjunnar sem og áhugahópar og starfshópar um æskulýðsstarf innan Þjóðkirkjunnar sem það kjósa og hafa staðið í skilum með félagsgjöld. Umsóknir um aðild þurfa samþykki stjórnar. Umsóknir um inngöngu í félagið skulu vera skriflegar.
IV. KAFLI
Aðalfundur.
4. gr. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum ÆSKÞ. Aðalfundur ÆSKÞ skal haldinn fyrir 1. júní ár hvert. Til aðalfundar skal boða með þriggja vikna fyrirvara og skal hann auglýstur með tryggilegum hætti. Sé aðalfundur ólöglegur skal boða til framhaldsaðalfundar eins fljótt og auðið er.
5. gr. Dagskrá aðalfundar, ársreikningur, lagabreytingartillögurr, starfsáætlun og önnur gögn sem teljast nauðsynleg skulu póstsend, send rafrænt til aðildarfélaga og/eða birt á heimasíðu ÆSKÞ viku fyrir aðalfund. Önnur mál og tillögur, sem aðildarfélög óska að tekin verði fyrir á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.
6. gr. Í öllum málum sem þarfnast atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti. Kjörgengi og atkvæðisrétt hafa allir virkir þátttakendur í starfi aðildarfélaga. Atkvæðisrétt hafa aðildarfélög, hvert aðildarfélag sem greitt hefur félagsgjöld, hefur tvö atkvæði. Virkur þátttakandi telst hver sá sem er á fjórtánda aldursári eða eldri og tekur þátt í starfi eins af aðildarfélögum ÆSKÞ. Málfrelsi og tillögurétt hafa allir þeir sem aðalfund sækja.
7. gr. Kosning til framkvæmdastjórnar fer fram með leynilegri atkvæðagreiðslu. Kosið er sérstaklega í embætti formanns, ritara og gjaldkera í framkvæmdastjórn auk tveggja meðstjórnenda sem fá sameiginlega kosningu. Varastjórn fær sameiginlega kosningu. Kjörtímabilið er tvö ár (kosið annað hvert ár). Annað árið er ritari og meðstjórnendur kosnir. Hitt árið eru formaður og gjaldkeri kosnir. Fimm manna varastjórn fær sameiginlega kosningu til eins árs. Þess skal gætt að aldurs-, kynja- og búsetuhlutfall sé sem sanngjarnast. Enginn má sitja meira en þrjú kjörtímabil í röð í framkvæmdastjórn.
8. gr. Verkefni aðalfundar eru m.a.:
- Fundarsetning.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla framkvæmdarstjórnar kynnt og rædd.
- Ársreikningar. Umræða og afgreiðsla.
- Rekstraráætlun og ákvörðun félagsgjalda. Umræða og afgreiðsla.
- Skýrsla framkvæmdarstjóra.
- Starfsáætlun. Umræða og afgreiðsla.
- Lagabreytingatillögur.
- Kosning formanns, ritara, gjaldkera og tveggja meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÆSKÞ, sbr. 7. gr.
- Kosning fimm manna varastjórnar.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Tillögur og ályktanir.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
V. KAFLI
Framkvæmdastjórn.
9. gr. Framkvæmdastjórn fer með æðsta vald í málefnum ÆSKÞ milli aðalfunda. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á rekstri ÆSKÞ og sér um að framfylgja samþykktum aðalfundar og lögum félagsins.
10. gr. Í framkvæmdastjórn sitja formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Nýskipuð stjórn skal taka við á aðalfundi. Ritari tekur við skyldum formanns í fjarveru formanns. Atkvæðafjöldi á bak við varamenn í stjórn ræður hver tekur fyrst sæti í framkvæmdastjórn ef stjórnarmeðlimur hættir eða forfallast.
11. gr. Á stjórnarfundi er hægt að óska eftir atkvæðagreiðslu um ákveðin málefni og ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum atkvæðagreiðslu.
12. gr. Framkvæmdastjórn er heimilt að fastráða framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn til að annast daglegan rekstur skrifstofu ÆSKÞ eða önnur störf sem stjórn felur þeim. Framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn skrifstofu skulu framfylgja stefnu framkvæmdarstjórnar félagsins. Framkvæmdastjóri skal sitja fundi stjórnar ef þess er óskað og hefur þá málfrelsi og tillögurétt en er án atkvæðisréttar.
VI. KAFLI
Samstarf við héraðssambönd
13. gr. Félög sem starfa innan landssambandsins geta stofnað með sér héraðssambönd. Landssambandið skal starfa náið með héraðssamböndum.
VII. KAFLI
Fjármál.
14. gr. Reikningsár ÆSKÞ skal vera almanaksárið. Endurskoðaða reikninga skal leggja fyrir aðalfund til samþykktar. Kjörin stjórn sambandsins ber ábyrgð á skuldum þess.
15. gr. Reikningar skulu endurskoðaðir af tveimur skoðunarmönnum sem kosnir eru á aðalfundi. Ef skoðunarmenn samþykkja ekki báðir ársreikning, þá skal senda hann til löggilts endurskoðanda til endurskoðunar.
16. gr. Leysist sambandið upp, renna fjármunir þess til aðildarfélaga.
VIII. KAFLI
Lagabreytingar og gildistaka.
17. gr. Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast skriflega til stjórnar, minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Formaður skal sjá til þess að þær berist til aðildarfélaga tíu dögum fyrir aðalfund og að þær séu aðgengilegar hjá þeim fram að aðalfundi. Lagabreytingar öðlast gildi ef a.m.k. 2/3 félagsmanna sem mæta á löglegan aðalfund eru þeim samþykkir.
18. gr. Ákvörðun aðalfundar þarf til svo leggja megi sambandið niður. Sú ákvörðun öðlast gildi ef a.m.k. 2/3 félagsmanna sem mæta á löglegan aðalfund eru þeim samþykkir. Ef ekki næst að halda löglegan aðalfund þrátt fyrir þrjú lögleg fundarboð er framkvæmdastjórn heimilt að taka einhliða ákvörðun um að leggja sambandið niður í kjölfar skriflegrar tilkynningar til skráðra félaga þar sem gefinn er þriggja vikna mótmælafrestur.
19. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Samþykkt á stofnfundi 3. febrúar 2006.
Breytingar samþykktar á 6. aðalfundi ÆSKÞ þann 24. febrúar 2011.
Breytingar samþykktar á 9. aðalfundi ÆSKÞ þann 14. mars 2014.
Breytingar samþykktar á 17. aðalfundi ÆSKÞ þann 8. mars 2023.