15455774537_0a30ddafcd_k

Greiðslufyrirkomulag mótsgjalda verður með sama sniði og áður.

Leiðtogar/prestar sjá um að innheimta þátttökugjöld (þar með talið staðfestingargjald) af þátttakendum og greiða svo ÆSKÞ með rafrænni kröfu.

Þátttökugjald fyrir aðildarfélög ÆSKÞ er 23.900 kr á hvern þátttakanda/leiðtoga/prest en 26.900 kr fyrir aðra. Þar af er 8.000 kr óafturkræft staðfestingargjald sem skal greiðast við skráningu.

Allar greiðslur skulu fara í gegnum innheimtukerfi bankanna. Kröfur verða stofnaðar á þá kennitölu sem gefin er upp við skráningu hópsins. Þær verða þá sýnilegar í viðkomandi netbanka. Einnig er hægt að greiða þær í öðrum netbönkum eða bankaútibúum með því að notast við kröfunúmer sem sent verður út í tölvupósti.

Ekki er hægt að greiða með millifærslu inn á reikning ÆSKÞ.

  1. Óafturkræft staðfestingargjald, 8.000 kr á hvern þátttakanda, greiðist við skráningu. Skráningu á Landsmót 2023 lýkur föstudaginn 22.september. Strax og skráningu er lokið verður stofnuð rafræn krafa fyrir staðfestingargjöldum hópsins og skal greiða kröfuna innan 3 daga. 
    Skráning telst ekki gild fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt. Leiðtogar/prestar ættu ekki að skrá þátttakendur á mótið án þess að vera áður búnir að innheimta 8.000kr staðfestingargjald þar sem gjaldið er óafturkræft.
  2. Þátttökugjöld að frádregnum staðfestingargjöldum auk þátttökugjalda leiðtoga/presta greiðast svo með annarri kröfu sem verður stofnuð strax að loknu Landsmóti. Ekki er tekið við greiðslu mótsgjalda í reiðufé á Landsmóti.

Allar fyrirspurnir vegna skráningar berist á netfangið skraning@aeskth.is.