Landsmót ÆSKÞ 2022

Haldið á Akranesi í október 2o22

Athugið að það á eftir að uppfæra þessa síðu!

Hvernig fer maður á Landsmót? Mikilvægar dagsetningar og skipulagsatrið

Mikilvægar upplýsingar fyrir leiðtoga

Landsmót ÆSKÞ Leyfisbréf

Leyfi fyrir myndatöku 

Upplýsingar fyrir foreldra

Bréf þetta er hægt að fylla út og afhenda æskulýðsbörnum

Upplýsingasíða vegna Covid

Verð

Greiða þarf mótsgjald fyrir alla sem taka þátt í mótinu (þátttakendur, leiðtoga, presta, djákna og aðra).

Verð fyrir aðildarfélög ÆSKÞ er 16000 kr en 22.000 kr fyrir aðra. Þar af er 7.000 króna óafturkræft staðfestingargjald sem greiða þarf við skráningu. *Athugið að ef að mótið verður fellt niður vegna Covid-19 verður staðfestingargjaldið endurgreitt.

Það eru margar leiðir færar þegar kemur að fjáröflun æskulýðsfélaga v. landsmóts. Hægt er að selja ýmiss konar vörur, safna dósum, vera með Biblíulestrarmaraþon, kökusölur og margt margt fleira. Það er um að gera að byrja strax og þá er þetta komið áður en þið vitið af.

Brottfarar- og komutímar

Allar rútur af höfuðborgarsvæðinu fara frá Digraneskirkju í Kópavogi. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

Upplýsingar um brottfarir annars staðar á landinu fást hjá viðkomandi leiðtogum, þegar nær dregur.

Innritun

Við komu á Landsmót þurfa leiðtogar/prestar að byrja á því að innrita sinn hóp. Fyrir brottför prenta þeir út innritunarlista í skráningarkerfinu og merkja við þá þátttakendur sem eru mættir. Við innritun fást afhent armbönd, hálsbönd leiðtoga, vaktaskrár og önnur gögn.

Aldur þátttakenda

Landsmót er fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára (fædda 2004-2008). Leiðtogar skulu hafa náð 18 ára aldri þann 15. október 2021. Ungleiðtogar starfandi í sínum kirkjum geta verið skráðir á mótið sem þátttakendur. Hafi þeir náð 17 ára aldri við upphaf mótsins (15. október 2021) geta þeir fengið armbönd ungleiðtoga. Þeir eru þá ekki með stöðu leiðtoga á mótinu en þeirra leiðtogar geta úthlutað þeim verkefnum innan hópsins.

Gisting

Gist verður í grunnskólanum á Sauðárkróki. Þátttakendur og leiðtogar þurfa að hafa með sér dýnur. Athugið að tvíbreiðar vindsængur eru ekki leyfilegar nema að tveir sofi á vindsænginni. Vegna fjölda skráninga er nauðsynlegt að nýta plássið vel. Raðað er í stofur eftir hópum og munu æskulýðsfélögin gista saman í stofum.

Matur

Fyrsta máltíðin á mótinu er á föstudagskvöld og því þurfa þátttakendur að kaupa sér mat eða taka með nesti ef langt er að keyra. Matmálstímar verða í matskal skólans.

Mikilvægt er að upplýsa landsmótsnefnd um fæðuofnæmi við skráningu þar sem slíkar upplýsingar þurfa að liggja fyrir tímanlega fyrir kokkana.

Ofnæmi

Vinsamlegast auglýsið það vel fyrir þátttakendum. (Athugið að margar tegundir af súkkulaði, próteinstykkjum og bakkelsi innihalda hnetur).

Mótsstaður

Dagskrá mótsins fer fram í Íþróttahúsinu, grunnskólanum, sundlauginn og kirkjunni sem og víðsvegar um bæinn.

Skráning

Vefslóð: skraning.aeskth.is

Skráning á mótið fer fram í gegnum rafrænt skráningarkerfi ÆSKÞ.

Skráningu lýkur 4. október 2020.

Allar spurningar er snerta skráningu á Landsmót ÆSKÞ skal senda á netfangið skraning@aeskth.is.

Reglur um fjölda og aldur leiðtoga

Gerð er sú krafa að 1 leiðtogi fylgi hverjum 7 þátttakendum og með hverjum hóp skulu fylgja að lágmarki 2 leiðtogar. Biðjum við leiðtoga að virða þessa reglu. Hægt er að hafa samband við landsmótsstjóra ef æskulýðsfélag er í vandræðum með að manna leiðtogastöður. Leiðtogar verða að vera orðnir 18 ára þannn 15. október 2021 (fæddir 15. október 2003 eða fyrr).

Sjálfboðaliðar

Þeir ungleiðtogar sem eru 17 ára (f. 2004) og því ekki með aldur til að starfa sem leiðtogar á mótinu geta sótt um að vera í sjálfboðaliðahóp landsmóts. Einnig geta leiðtogar sem eru eldri en 17 ára sótt um að vera í þessum hópi ef þeir eru ekki að fara með hóp á landsmót.

Sótt er um þetta rafrænt hér á vefnum og opna umsóknir í byrjun september. Við hvetjum ungleiðtoga af höfuðborgarsvæðinu jafnt sem utan af landi til að sækja um.

Það er mikil vinna sem felst í því að vera sjálfboðaliði á landsmóti. Viðkomandi þarf að búa sig undir mikla vinnu, hjálpa til við uppsetningu á staðnum, þrif og fleira. Ekki komast allir að því einungis er hægt að taka inn 10-15 sjálfboðaliða fyrir hvert mót. Umsóknarfrestur um sjálfboðaliða er til 27. september 2021.

Kröfur um skimun leiðtoga og sjálfboðaliða

ÆSKÞ gerir þá kröfu að allir leiðtogar og sjálfboðaliðar sem koma á landsmót hafi farið í gegnum skimun, þ.e.a.s að búið sé að kanna ákveðin atriði varðandi sakavottorð í samræmi við siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Það er á ábyrgð kirkju viðkomandi hóps að slík skimun hafi farið fram.

Samþykki um öflun gagna úr sakaskrá.