Ballið verður að sjálfsögðu á sínum stað. Við erum að ganga frá samningum við tónlistarfólk og gerum ekki ráð fyrir öðru en blússandi stemningu og frábæru stuði.
Á meðan á ballinu stendur verður einnig í boði hvíslhorn, spil og video.
Við hvetjum leiðtoga og foreldra að ræða við unglingana um hverskonar klæðnaður sé viðeigandi hverju sinni og að hver og einn klæði sig af virðingu við sjálfan sig og þannig að viðkomandi líði vel. Þá er einnig gott að hafa í huga að vera í þægilegum skóm á ballinu.