Vaktu með Kristi

Viðburður fyrir æskulýðsfélög og fermingarhópa

 

Markmið viðburðarins er að fara saman í gegnum píslarsögu Krists frá upphafi til páska. Vakan stendur frá kl 21:00 á Skírdagskvöld og stendur til klukkan 8:00 að morgni Föstudagsins langa.

Á þessum viðburði leiðum við hugann að atburðum næturinnar þegar Jesú var svikinn og því samfélagi sem hann átti með lærisveinum sínum þessa síðustu nótt og upplifum atburði næturinnar á áþreifanlegan og áhrifamikinn hátt.

Uppbygging vökunar er tvíþætt – reglulegar helgistundir og íhugun í kirkjunni þar sem Píslarsagan verður lesin og unglingarnir minnast fórnarinnar og máta eigið líf við Jesú í bland við fjölbreytta dagskrá, þar sem í boði eru: leikir, smiðjur, söngur, afslöppun og kvikmyndin Jesus Christ Superstar.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér dýnu og svefnpoka svo þeir geti lagt sig yfir nóttina og eitthvað nasl (munum að orkudrykkir eru ekki leyfilegir). Ekki er leyfilegt að þátttakendur fari úr húsi til að fara í sjoppu eða viðlíka eftir kl 22:00. Æskilegt er að kirkjan bjóði þátttakendum upp á miðnæturverð (t.d. pantaða pizzu) hánætur snarl og morgunmatur.

 

Þátttökugjald er 1000kr* – smellið hér til að sjá kostnaðaráætlun.

 

Dagskrá hugmynd:

21:00 Húsið opnar

21:30 Ávaxtastund og dagskrákynning fyrir þátttakendur. Í framhaldinu er farið í leiki.

22:30 Helgistund (áhersla á aðdragandann og pálmasunnudag og fótaþvottinn)

23:30 Miðnætur pizzaveisla

01:30 Helgistund Síðasta kvöldmáltíðin

02:00 Kvikmyndin Jesus Christ superstar

04:30 Hánætur snarl

05:00 Helgistund Frá Getsemane til Golgata

07:00 Helgistund Upprisan/páskadagur

07:30 Morgunmatur og tiltekt

08:00 Dagskrár lok

Hægt er að smella á helgistundirnar til að fá nánari lýsingu.

 

Á milli stunda:

Er í boðið leikir, kósýherbergi (Púðar, kertaljós og hugguleg tónlist), smiðjur, bænaherbergi t.d. í kirkju eða kapellu og spilasvæði.