Helgistund frá Getsemane til Golgata

Þriðja helgistund þessa kvölds fjallar um tíman frá Getsemane til Golgata

Texti Matt 26.31-27.61

Afneitun sögð fyrir

31 Þá segir Jesús við þá: „Á þessari nóttu munuð þið allir hafna mér því að ritað er: Ég mun slá hirðinn og sauðir hjarðarinnar munu tvístrast. 32 En eftir að ég er upp risinn mun ég fara á undan ykkur til Galíleu.“
33 Þá segir Pétur: „Þótt allir hafni þér skal ég aldrei hafna þér.“
34 Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“
35 Pétur svarar: „Þótt ég ætti að deyja með þér þá mun ég aldrei afneita þér.“
Eins töluðu allir lærisveinarnir.

Í Getsemane

36 Þá kemur Jesús með þeim í garð er heitir Getsemane og hann segir við lærisveinana: „Setjist hér meðan ég fer og biðst fyrir þarna.“ 37 Hann tók með sér þá Pétur og báða sonu Sebedeusar. Og nú setti að honum hryggð og angist. 38 Hann segir við þá: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér.“
39 Þá gekk Jesús lítið eitt lengra, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: „Faðir minn, ef verða má þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt.“
40 Jesús kom aftur til lærisveinanna og fann þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: „Þið gátuð þá ekki vakað með mér eina stund? 41 Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.“
42 Aftur vék hann brott annað sinn og bað: „Faðir minn, ef eigi verður hjá því komist að ég drekki þennan kaleik, þá verði þinn vilji.“ 43 Þegar hann kom aftur fann hann þá enn sofandi því þeir gátu ekki haldið augunum opnum.
44 Þá fór hann enn frá þeim og baðst fyrir þriðja sinn með sömu orðum og fyrr. 45 Og hann kom til lærisveinanna og sagði við þá: „Sofið þið enn og hvílist? Stundin er komin og Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna. 46 Standið upp, förum! Í nánd er sá er mig svíkur.“

Tekinn höndum

47 Meðan Jesús var enn að tala kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungunum og höfðu þeir sverð og barefli. 48 Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: „Sá sem ég kyssi, það er hann. Takið hann höndum.“
49 Hann gekk beint að Jesú og sagði: „Heill, rabbí!“ og kyssti hann.
50 Jesús sagði við hann: „Vinur, hví ertu hér?“
Þá komu hinir, lögðu hendur á Jesú og tóku hann fastan. 51 Einn þeirra sem með Jesú voru greip til sverðs og brá því, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað. 52 Jesús sagði við hann: „Slíðra sverð þitt! Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla. 53 Hyggur þú að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla? 54 Hvernig ættu þá ritningarnar að rætast sem segja að þetta eigi svo að verða?“
55 Þá sagði Jesús við flokkinn: „Eruð þið að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega sat ég í helgidóminum og kenndi og þið tókuð mig ekki höndum. 56 En allt verður þetta til þess að ritningar spámannanna rætist.“
Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir Jesú og flýðu.

Fyrir ráðinu

57 Þeir sem tóku Jesú höndum færðu hann til Kaífasar æðsta prests en þar voru saman komnir fræðimennirnir og öldungarnir. 58 Pétur fylgdi honum álengdar, allt að garði æðsta prestsins. Þar gekk hann inn og settist hjá þjónunum til að sjá hver yrði endir á. 59 Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu ljúgvitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann 60 en fundu ekkert þótt margir ljúgvottar kæmu. Loks komu tveir 61 og sögðu: „Þessi maður sagði: Ég get brotið niður musteri Guðs og reist það aftur á þrem dögum.“
62 Þá stóð æðsti presturinn upp og sagði: „Svarar þú því engu sem þessir vitna gegn þér?“ 63 En Jesús þagði. Þá sagði æðsti presturinn við hann: „Ég særi þig við lifanda Guð, segðu okkur: Ertu Kristur, sonur Guðs?“
64 Jesús svarar honum: „Það voru þín orð. En ég segi ykkur: Upp frá þessu munuð þið sjá Mannssoninn sitja til hægri handar Hinum almáttuga og koma á skýjum himins.“
65 Þá reif æðsti presturinn klæði sín og sagði: „Hann guðlastar, hvað þurfum við nú framar votta við? Þið heyrðuð guðlastið. 66 Hvað líst ykkur?“
Þeir svöruðu: „Hann er dauðasekur.“
67 Og þeir hræktu í andlit honum og slógu hann með hnefunum en aðrir börðu hann með stöfum 68 og sögðu: „Þú ert spámaður, Kristur. Hver sló þig?“

Pétur afneitar

69 En Pétur sat úti í garðinum. Þar kom að honum þerna ein og sagði: „Þú varst líka með Jesú frá Galíleu.“
70 Því neitaði hann svo allir heyrðu og sagði: „Ekki veit ég hvað þú ert að fara.“ 71 Hann gekk út í fordyrið. Þar sá hann önnur þerna og sagði við þá sem þar voru: „Þessi var með Jesú frá Nasaret.“
72 En hann neitaði sem áður og sór þess eið að hann þekkti ekki þann mann.
73 Litlu síðar komu þeir er þar stóðu og sögðu við Pétur: „Víst ertu líka einn af þeim enda segir málfæri þitt til þín.“
74 En hann sór og sárt við lagði að hann þekkti ekki manninn. Um leið gól hani. 75 Og Pétur minntist þess er Jesús hafði mælt: „Áður en hani galar muntu þrisvar afneita mér.“ Og hann gekk út og grét beisklega.

Fyrir Pílatusi

1 Að morgni gerðu allir æðstu prestarnir og öldungarnir samþykkt gegn Jesú að hann skyldi af lífi tekinn. 2 Þeir létu binda hann og færa brott og framseldu hann Pílatusi landshöfðingja.

Afdrif Júdasar

3 Þegar Júdas, sem sveik hann, sá að hann var dæmdur sekur iðraðist hann og skilaði æðstu prestunum og öldungunum silfurpeningunum þrjátíu 4 og mælti: „Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð.“
Þeir sögðu: „Hvað varðar okkur um það? Það er þitt að sjá fyrir því.“
5 Hann fleygði þá silfrinu inn í musterið og hélt brott. Síðan fór hann og hengdi sig.
6 Æðstu prestarnir tóku silfrið og sögðu: „Ekki má láta það í guðskistuna því þetta eru blóðpeningar.“ 7 Og þeir urðu ásáttir um að kaupa fyrir þá akur leirkerasmiðsins til grafreits handa útlendingum. 8 Þess vegna kallast hann enn í dag Blóðreitur.
9 Þá rættist það sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: „Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð sem sá var metinn á er til verðs var lagður af Ísraels sonum, 10 og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt.“

Konungur Gyðinga?

11 Jesús kom nú fyrir landshöfðingjann. Landshöfðinginn spurði hann: „Ert þú konungur Gyðinga?“
Jesús svaraði: „Það eru þín orð.“ 12 Æðstu prestarnir og öldungarnir báru á hann sakir en hann svaraði engu.
13 Þá spurði Pílatus hann: „Heyrir þú ekki hve mjög þeir vitna gegn þér?“
14 En Jesús svaraði honum ekki, engu orði hans, og undraðist landshöfðinginn mjög.

Krossfestu hann!

15 Á hátíðinni var landshöfðinginn vanur að gefa fólkinu lausan einn bandingja, þann er það vildi. 16 Þá var þar alræmdur bandingi í haldi, Barabbas að nafni. 17 Sem þeir nú voru saman komnir sagði Pílatus við þá: „Hvorn viljið þið að ég gefi ykkur lausan, Barabbas eða Jesú sem kallast Kristur?“ 18 Hann vissi að þeir höfðu fyrir öfundar sakir framselt hann.
19 Meðan Pílatus sat á dómstólnum sendi kona hans til hans með þessi orð: „Láttu þennan réttláta mann vera, þungir hafa draumar mínir verið í nótt hans vegna.“
20 En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas en að Jesús yrði deyddur. 21Landshöfðinginn spurði: „Hvorn þeirra tveggja viljið þið að ég gefi ykkur lausan?“
Þeir sögðu: „Barabbas.“
22 Pílatus spyr: „Hvað á ég þá að gera við Jesú sem kallast Kristur?“
Þeir segja allir: „Krossfestu hann.“
23 Pílatus spurði: „Hvað illt hefur hann þá gert?“
En þeir æptu því meir: „Krossfestu hann!“
24 Nú sér Pílatus að hann fær ekki að gert en ólætin aukast. Hann tók vatn, þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa [réttláta][ manns! Svarið þið sjálf fyrir!“
25 Og allur lýðurinn sagði: „Komi blóð hans yfir okkur og yfir börn okkar!“
26 Þá gaf hann þeim Barabbas lausan en lét húðstrýkja Jesú og framseldi hann til krossfestingar.

Hæddur

27 Hermenn landshöfðingjans fóru nú með hann inn í höllina og söfnuðu um hann allri hersveitinni. 28 Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, 29 fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: „Heill þér, konungur Gyðinga!“ 30 Og þeir hræktu á hann, tóku reyrsprotann og slógu hann í höfuðið. 31 Þegar þeir höfðu spottað hann færðu þeir hann úr kápunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann.

Krossfestur

32 Á leiðinni hittu þeir mann frá Kýrene er Símon hét. Hann neyddu þeir til að bera kross Jesú. 33 Og er þeir komu til þess staðar er heitir Golgata, það þýðir hauskúpustaður, 34 gáfu þeir Jesú vín að drekka, galli blandað. Hann bragðaði það en vildi ekki drekka.
35 Þá krossfestu þeir hann. Og þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér, 36 sátu þar svo og gættu hans. 37 Yfir höfði hans festu þeir sakargift hans svo skráða: ÞESSI ER JESÚS, KONUNGUR GYÐINGA. 38 Þá voru krossfestir með honum tveir ræningjar, annar til hægri, hinn til vinstri.
39 Þeir sem fram hjá gengu hæddu Jesú, skóku höfuð sín 40 og sögðu: „Þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem dögum. Bjarga nú sjálfum þér ef þú ert sonur Guðs og stíg niður af krossinum!“
41 Eins gerðu æðstu prestarnir gys að honum og fræðimennirnir og öldungarnir og sögðu: 42 „Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað. Hann er konungur Ísraels, stígi hann nú niður af krossinum, þá skulum við trúa á hann. 43 Hann treystir Guði. Nú ætti Guð að frelsa hann ef hann hefur mætur á honum. Eða sagði hann ekki: Ég er sonur Guðs?“
44 Einnig ræningjarnir, sem með honum voru krossfestir, smánuðu hann á sama hátt.

Dáinn

45 En frá hádegi varð myrkur um allt land til nóns.[ 46 Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: „Elí, Elí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“
47 Nokkrir þeirra er þar stóðu heyrðu þetta og sögðu: „Hann kallar á Elía!“ 48 Jafnskjótt hljóp einn þeirra til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka.
49 Hinir sögðu: „Sjáum til hvort Elía kemur að bjarga honum.“
50 En Jesús hrópaði aftur hárri röddu og gaf upp andann.
51 Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu, 52 grafir opnuðust og margir heilagir menn, sem látnir voru, risu upp. 53 Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum.
54 Þegar hundraðshöfðinginn og þeir sem gættu Jesú með honum sáu landskjálftann og atburði þessa hræddust þeir mjög og sögðu: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“
55 Þar voru og margar konur sem álengdar horfðu á, þær höfðu fylgt Jesú frá Galíleu og þjónað honum. 56 Meðal þeirra var María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs og Jósefs, og móðir Sebedeussona.

Grafinn

57 Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Jesú. 58 Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. 59 Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði 60 og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. 61 María Magdalena var þar og María hin og sátu þær gegnt gröfinni.

Helgistund

Helgistundin skiptist upp í tvö verkefni. Annarsvegar að sá fræjum í eggjabakka og að búa til

Kross sem fer frá því að vera þjáningarkrossinn til upprisukrossins.

Grjóðursetja

Markmiðið er að gróðursetja fræ og senda þátttakendur með heim.

Efni og áhöld.

  • Eggjabakkar
  • Mold
  • Vatn
  • Fræ
  • Eldhúspappír

Íhugunarpunktar

– Eggjabakkarnir geta táknað þá vöggu sem heldur utan um hið nýja líf sem kviknar nú

með vorinu.

– Moldin táknar og minnir okkur á að við erum hverful í þessum heimi. Eins og við

vísum til Öskudagsins þar sem við erum minnt á að við erum mold. „Mundu það

maður að þú er mold, gjörðu iðrun og trúðu fagnaðarerindinu“ Moldin minnir okkur

á að við erum frá moldinni komin og munum koma aftur að þeirri stundu að við

verðum mold.

– Vatnið er heilagt og hreinsandi, það minnir okkur á skírnina. Það er lífgefandi og er

nú eitt dýrmætasta efni í heimi í ljósi þess að fæstir búa við þau gæði að búa við

hreint drykkjar vatn. Við verðum til í vatni og það nærir og græðir.

– Fræið táknar trúnna okkar sem við getum vaxið í, það táknar þann þroska sem við

þurfum að fara í gegnum.

– Eldhús pappírinn er hvítur þegar hann er settur ofan á moldina og getur táknað þá

vörn og skjól sem við þurfum gagnvart heiminum og syndinni. Hann getur táknað

Jesús sem tekur á sig syndirnar fyrir okkur. Hann getur einnig táknað hina mjúku

sæng eða líkklæðin.

– Við ætlum að gróður setja fræið okkar. Það minnir okkur á að fyrst byrjar fræðið að

spýra í moldinni þar sem er myrkur og raki, þetta eru erfiðar aðstæður þar sem ekkert annað er í stöðunni fyrir fræið nema að spýra og teygja sig upp á móti sólinni.

Það í raun rís upp til umbreytingar og vaxtar. Vatnið nærir það og græðir, en á sama

tíma verndar eldhúspappírinn spírurnar fyrir mest þrúgandi hita sólarinnar þar til það

er orðið nógu stórt og mikið til að taka við sólinni í allri sinni dýrð.

– Gróðurinn sem mun vaxa minnir okkur á hinn græna og andlega vöxt trjánna í

Getsemane garðinum sem þó var myrkur í þegar Jesús var tekinn til fanga. Fræið

merkir dauðann og moldin merkir gröfina. Á nokkrum dögum kviknar hið nýja líf. Hið

umbreytta fræ.

Bænir og Blessanir

Það þekkist að tala fallega við blóm og plöntur sé mjög holt fyrir þau og vöxtinn. Því er hér

lagt til að þátttakendur tali frá sýnu eigin brjósti til fræsins og blessi moldina með eigin

orðum. Þetta kennir þeim að orða sinn eigin raunveruleika í orðum og þjálfar þau í að biðja.

Þjáningar og upprisukrossinn.

Markmiðið er að búa til kross, fyrst er hann þjáningarkrossinn en síðan verður föndrað blóm

og fiðrildi og límt á krossinn. Þá er krossinn orðinn að upprisukrossi og umbreytingarkrossi.

Hin andlegi kross.

Efni og áhöld.

  • Tré eða spýtur til að búa til kross.
  • Naglar, spýtur eða bönd til að festa krossinn saman. (sniðugt er að negla
  • marga nagla í krossinn til þess að hann sýni þjáninguna.)
  • Pappír í litum,
  • Skæri
  • Pípuhreinsar (valkvætt)
  • Límbyssa. (notist með varúð.)

Íhugunarpunktar

– Krossinn án blóma og fiðrilda merkir þjáninguna sem Jesús gekk í gegnum á

leiðinni á krossinn og á krossinum sem hann síðan dó á.

– Blómin tákna einmitt vöxt í trúnni og í tengslum við gróðursetninguna vöxtinn

sem við fáum í gegnum trúnna þegar við göngum með Jesú í gegnum þrautir.

Og einnig hið nýja líf sem kviknar á þessum tíma ársins.

– Fiðrildin táknar umbreytinguna. Lífsferill fiðrildisins hefst á lirfu sem skríður

um eins og syndugur ormur á jörðinni, það er erfitt líf en fer síðan inn í púpu

sem táknar gröfina og dauðann. Í púpunni er lirfan eins og hún sé dauð, en

kraftaverkið á sér stað innan í púpunni sem er umbreytingin. Það sama átti

sér stað í gröfinni hjá Jesú, hann umbreyttist og reis upp frá dauðum og gekk

um jörðina í andlegum líkama. Fiðrildið táknar þessa upprisu og er hinn

andlegi líkami.

– Við getum litið á þetta sem svo að þegar við göngum í gegnum erfiða tíma og

erfiða reynslu þá lítur það út eins og þjáningarkrossinn. En eftir einhvern tíma

getum við litið til baka og litið á þann þroska sem við höfum tekið út.

– Þetta er hin Kristna von.

Bæn og Blessanir.

– Hver er og ein/n verður að þakka fyrir 10 hluti sem þau eru þakklát fyrir frá

því að þau vöknuðu í morgun. Góði Guð þakka þér fyrir…

– Einnig ætti hver og einn að leggja hendur yfir sig, fyrst frá höfði og síðan alla

leið niður á tær. Stoppa á höfði, hálsi, hjarta, maga, mitti og blessa hvern og

einn stað.

Elsku Guð ég bið þig um að blessa….

– Hver þakkar og blessar hver með sínu hætti.