Biblíutextinn Jóhannesarguðspjall kafli 17 vers 1-31

Gröfin tóm
1 Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma að enn var myrkur
og sér steininn tekinn frá gröfinni. 2 Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins
lærisveinsins sem Jesús elskaði og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni og við
vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.“
3 Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn og þeir komu til grafarinnar. 4 Þeir hlupu báðir
saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. 5 Hann
laut inn og sá línblæjurnar liggjandi en fór samt ekki inn. 6 Nú kom líka Símon Pétur á eftir
honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar 7 og sveitadúkinn sem verið hafði
um höfuð hans. Sveitadúkurinn lá ekki með línblæjunum heldur sér, samanvafinn á öðrum
stað.
8 Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og
trúði. 9 Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum. 10 Síðan
fóru lærisveinarnir aftur heim til sín.

Lúkas 24:44-48
4 Og hann sagði við þau: „Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur: Allt sem ritað
er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast.“
45 Síðan lauk hann upp huga þeirra að þau skildu ritningarnar. 46 Og hann sagði við þau:
„Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi 47 og að
prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu
synda og hefja það í Jerúsalem. 48 Þið eruð vottar þessa. 49 Ég sendi ykkur andann sem
faðir minn hét ykkur en verið kyrr í borginni uns þið íklæðist krafti frá hæðum.“

Hugleiðing
Í mósebók stóð skrifað að Kristur myndi rísa upp frá dauðum á þriðja degi, en fram að
þessu hafði enginn skilið eða trúað því sem stóð. Konurnar og lærisveinarnir komu að
gröfinni og sá að hún var tóm. Klæði Jesú lágu á tveimur stöðum og stóri steinnin var
ekki fyrir opinu. Þetta var allt saman mjög skrýtið og undarlegt og engar rökréttar
skýringar lágu fyrir. Seinna birtist Jesús lærisveinum sínum og staðfesti að hann hefði
sigrað dauðann.
Ef þið farið núna út í sólarupprásina og andið að ykkur ferska loftinu fáið þið yndislega
og um leið ótrúlega byrjun á þessum hátíðardegi. Jesús sem dó á krossinum til þess að
við megum eiga eilíft líf, reis upp frá dauðum og bað lærisveina sína að segja öllum frá
og dreifa boðskapnum.

Lýttu til himins! Það er ótrúlegt að sjá ljósið aftur eftir dimma nótt, samt vitum við að það
kemur alltaf dagur eftir nóttina. Það er ótrúlegt að lífið hafi sigrað dauðan, að gleðin sigri
sorgina, samt er það satt og við trúum því. Mörg ykkar fáið kannski páskaegg á
páskunum. Eggin eru tákn um lífið, um leið og hörð og köld skurn lítur út fyrir að vera
eitthvað dáið, þá er líf inní egginu, lítill ungi sem brýst út þegar byrjar að vora. Lífið er jafn
ótrúlugegt og upprisa krists. Í dag gleðjumst við og þökkum fyrir ljósið og lífið, sólina og
vorið.