ÆSKÞ og ÆSKR munu í sameiningu standa að haustnámskeiði í skyndihjálp.

Námskeiðið fer fram í Neskirkju þann 8. september nk kl 17:30. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir mánudaginn 6. sept. 

Námskeiðið er 4 klst og felur meðal annars í sér:

Fjögur skref skyndihjálpar, grunnendurlífgun, sjálfvirkt hjartastuð,aðskotahlutur í öndunarvegi, skyndihjálp og áverkar t.d: innvortis- og útvortis blæðingar og skyndihjálp og bráð veikindi t.d. brjóstverkur, bráðaofnæmi, flog ofl. Þá verður einnig farið í hvernig veita eigi sálrænan stuðning í neyðartilfellum.

Þátttakendur á námskeiðinu fá skírteini þess efnis að hafa lokið því sem gildir í tvö ár. Það er mikilvægt að allir starfsmenn í barna og unglinagstarfi sæki á tveggja ára fresti námskeið í skyndihjálp.

Námskeiðið er frítt.  Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á aeskth@aeskth.is fyrir 6. sept. Námskeiðið verður aðgengilegt á Zoom fyrir þá sem eru búsettir utan höfðuborgarsvæðisins.

Boðið verður upp á léttar veitingar.