Kæru vinir! Þar sem ekki verður boðið upp á hefðbundið Landsmót ÆSKÞ, hefur stjórn og landsmótsnefnd ákveðið að bjóða upp á Fjarmót í anda LIVE landsmóts sem haldið var í fyrra. Fyrirkomulagið í ár verður þó örlítið annað þar sem dagskráin gerir ráð fyrir því að hvert æskulýðsfélag komi saman í sinni heimakirkju en taki engu að síður þátt í dagskrá sem mun fara fram í gengum netið og fjarfundarbúnað.

Mótið fer fram laugardaginn 16. október nk!

Við leggjum til að æskulýðsfélögin bjóði upp annað hvort langan laugardag eða gistinótt til að gera sem mest úr viðburðinum.

Dagskráin verður send út eftir helgi, endilega takið daginn frá og pantið safnaðarheimili undir frábæra samveru stund með æskulýðsfélaginu ykkar!