Landsmót 2012

Æskulýðsbörn á landsmóti söfnuðu fyrir 2 brunnum, 20 hænum og 18 geitum

Á landsmóti Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Egilsstöðum í lok október var með ýmsum hætti staðið fyrir fjáröflun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví. Á karnivialinu okkar á laugardeginum höfðu hópar undirbúið tónlistaratriði, leikatriði og dansatriði. Vöfflur, blöðrur og andlistmálning var í boði ásamt varningi sem hóparnir höfðu framleitt í hópastarfi. Góðir gestir frá Malaví tóku þátt. [...]

By |2017-09-18T11:50:05+00:004. desember 2012 | 10:59|

Ertu að leita að einhverju?

Týndir þú úlpu, myndavél, dýnu,svefnpoka, kodda, háhæluðum skóm, strigaskóm, sundpoka eða öðru á landsmóti? Ef svarið er já þá skaltu endilega hringja eða fara í Neskirkju v.Hagatorg og athuga hvort að hluturinn þinn leynist ekki þar. Við hvetjum ykkur til að vitja óskilamuna sem allra fyrst, en þeir eru bara varðveittir í ákveðinn tíma. Hægt [...]

By |2017-09-18T11:50:05+00:001. nóvember 2012 | 12:55|

Landsmótslagið er komið inn á tónlist.is :)

Já,  landsmótslagið Mulungu er komið inn á tónlist.is. Allur ágóði af sölu lagsins fer í hjálparstarfsverkefnið okkar í Malaví. Við hvetjum ykkur öll til að kaupa lagið og leggja málefninu lið :) Svo er svo gaman að geta haft lagið sem hringitón í símanum :) Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að nálgast lagið. [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0019. október 2012 | 11:21|

Leiðtogafundur v.landsmóts

Í dag kl.17.00 verður leiðtogafundur v.landsmóts í Neskirkju. Fundurinn er í kvenfélagsherbergi í kjallara kirkjunnar, gengið er inn í kjallarann að norðanverðu. Sigríður Rún framkvæmdastjóri ÆSKÞ mun taka á móti leiðtogum. Á fundinum verður farið yfir dagskránna, hvað felst í því að vera leiðtogi á stóru landsmóti og fleira sem tengist mótinu. Þetta er gott [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0018. október 2012 | 12:12|

Landsmótslagið – Mulungu!

Landsmótslagið í ár heitir Mulungu og merkir það Guð á tungumáli Malavíbúa. Hér er myndband þar sem lagið hljómar undir myndum frá Malaví. Það er hljómsveitin Tilviljun? sem samdi bæði lag og texta. Við hvetjum æskulýðsfélögin til að kynna sér lagið og læra textann. httpv://www.youtube.com/watch?v=rAdu85smWEk&feature=player_detailpage Mulungu - landsmótslagið 2012 Mulungu - Mulungu Hjörtu okkar slá [...]

By |2017-09-18T11:50:16+00:0016. október 2012 | 13:18|
Go to Top