Týndir þú úlpu, myndavél, dýnu,svefnpoka, kodda, háhæluðum skóm, strigaskóm, sundpoka eða öðru á landsmóti? Ef svarið er já þá skaltu endilega hringja eða fara í Neskirkju v.Hagatorg og athuga hvort að hluturinn þinn leynist ekki þar. Við hvetjum ykkur til að vitja óskilamuna sem allra fyrst, en þeir eru bara varðveittir í ákveðinn tíma. Hægt er að tala við Sigríði Rún eða Sigurvin í Neskirkju og þau geta aðstoðað ykkur við að finna hlutina ykkar. Óskilamunir sem urðu eftir í Digraneskirkju e.komuna þangað verða komnir í Neskirkju e.kl.14.00 í dag.