Landsmótslagið í ár heitir Mulungu og merkir það Guð á tungumáli Malavíbúa. Hér er myndband þar sem lagið hljómar undir myndum frá Malaví. Það er hljómsveitin Tilviljun? sem samdi bæði lag og texta. Við hvetjum æskulýðsfélögin til að kynna sér lagið og læra textann.

httpv://www.youtube.com/watch?v=rAdu85smWEk&feature=player_detailpage

Mulungu – landsmótslagið 2012

Mulungu – Mulungu

Hjörtu okkar slá í átt til þín
Þín sem þarfnast vatns í Malaví
Leggðu veg þinn að fótum mér
Það vill Jesús segja við þig hér

Mulungu — Mulungu

Minningar við búum til
Njótum þess um leið
Saman ég og þú
Réttum nú fram hjálparhönd
Leggjumst öll á eitt
Saman ég og þú

Ein og sér við getum litlu breytt
En sameinuðum við borðum heilan fíl
Treystu’ á mig og ég mun fylgja þér
Það vill Jesús segja við þig hér

Mulungu — Mulungu

Minningar við búum til
Njótum þess um leið
Saman ég og þú
Réttum nú fram hjálparhönd
Leggjumst öll á eitt
Saman ég og þú

Mulungu — Mulungu

Minningar við búum til
Njótum þess um leið
Saman ég og þú
Réttum nú fram hjálparhönd
Leggjumst öll á eitt
Saman ég og þú

(Lag og texti: Hljómsveitin Tilviljun?)