Æskulýðsbörn á landsmóti söfnuðu fyrir 2 brunnum, 20 hænum og 18 geitum

Á landsmóti Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Egilsstöðum í lok október var með ýmsum hætti staðið fyrir fjáröflun fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Malaví. Á karnivialinu okkar á laugardeginum höfðu hópar undirbúið tónlistaratriði, leikatriði og dansatriði. Vöfflur, blöðrur og andlistmálning var í boði ásamt varningi sem hóparnir höfðu framleitt í hópastarfi. Góðir gestir frá Malaví tóku þátt. [...]