Góðan daginn kæru vinir! Í dag er gleðidagur því nú mun Live landsmót fara fram. Við hlökkum til að eiga ánægjulega stund með ykkur öllum í gegnum netið!

Við vonum að þið eigið eftir að hafa gaman af þessu framtaki.

Til þess að taka þátt þurfið þið að vera skráð á mótið, ef þið hafið ekki fengið link. Endilega sendið okkur tölvupóst á skraning@aeskth.is og tilgreinið nafn og æskulýðsfélag. Hér er svo linkur fyrir þá sem eru skráðir: https://us02web.zoom.us/j/88628324275

Annars verður mótið einnig í beinni útsendingu á Facebooksíðu ÆSKÞ.

Við viljum einnig hvetja ykkur sérstaklega til að taka þátt í Goosechase. Til að vera með þurfið þið að sækja ykkur appið. Allar upplýsingar um það eru að finnar hér

Dagskrá mótsins er svona en athugið að hún getur tekið einhverjum smávægilegum breytingum yfir daginn.

11:00 Mótsetning – Lifandi landsmót

12:00 Hópastarf

12:30 GooseChase – Gríptu gæsina!

16:00 Spurningakeppni æskulýðsfélagana

17:00 Æskulýðsvaka

17:30 Tónlistarviðburður Jón Jónsson og Friðrik Dór

18:00 Mótsslit og helgistund