Nú styttist óðum í Live Landsmót við viljum gjarnan biðja þá sem ætla að vera með að senda inn skráningu í síðasta lagi á miðvikudaginn, þann 11. nóv. Þar sem við þurfum að hafa smá tíma til að loka hönd mótið útfrá fjölda þátttakenda. Við erum spennt fyrir þessu verkefni og vitum að við erum að mörguleyti að renna blint í sjóinn, en nú er tíminn til að æfa sig og læra eitthvað nýtt. Við erum viss um að reynslan af því að halda net landsmót mun gagnast okkur áfram á næstu mótum og opnar kannski á nýja möguleika og útfærslur á æskulýðsstarfi.
Við vonum að leiðtogar í æskulýðsstarfi séu tilbúnir í þessa tilraun með okkur!
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skraning@aeskth.is
Hér er dagskránin eins og hún lítur út núna:
11:00 Mótsetning – Lifandi landsmót
12:00 Hópastarf
12:30 GooseChase – Gríptu gæsina!
16:00 Spurningakeppni æskulýðsfélagana
17:00 Æskulýðsvaka
17:30 Tónlistarviðburður Jón Jónsson og Friðrik Dór
18:00 Mótsslit og helgistund