Þá er komið að því! Landsmót ÆSKÞ verður haldið dagana 23.-25. október næstkomandi í Vestmannaeyjum. Í ár verður yfirskrift mótsins Geðveikt landsmót og munum við fræðast um geðvernd og geðsjúkdóma og láta gott af okkur leiða í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Dagskráin verður fjölbreytt en þar er að finna kvöldvökur, hæfileikakeppni, ball, hópastarf og karnival.

Opnað verður fyrir skráningu 7. september á skraning.aeskth.is og geta leiðtogar skilað inn skráningum fyrir sinn hóp til 2. október. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið endilega samband

Hér fyrir neðan er bæklingur með helstu upplýsingum til að dreyfa til unglinganna og leyfisbréf. Ég mæli með því að prenta út báðar síður bæklingsins og ljósrita saman á eitt blað. Það sama er hægt að gera með leyfisbréfið en með því fylgja reglur mótsins sem foreldrar geta kynnt sér þegar þeir undirrita leyfisbréfið.

Landsmótsbæklingur 2015

Leyfisbréf Landsmót 2015