Þeir ungleiðtogar sem eru 17 ára (f. 2006) og því ekki með aldur til að starfa sem leiðtogar á mótinu geta sótt um að vera í sjálfboðaliðahóp landsmóts. Einnig geta leiðtogar sem eru eldri en 17 ára sótt um að vera í þessum hópi ef þeir eru ekki að fara með hóp á landsmót.

Sótt er um þetta rafrænt hér á vefnum og opna umsóknir í byrjun september. Við hvetjum ungleiðtoga af höfuðborgarsvæðinu jafnt sem utan af landi til að sækja um.

Það er mikil vinna sem felst í því að vera sjálfboðaliði á landsmóti. Viðkomandi þarf að búa sig undir mikla vinnu, hjálpa til við uppsetningu á staðnum, þrif og fleira. Ekki komast allir að því einungis er hægt að taka inn 10-15 sjálfboðaliða fyrir hvert mót. Umsóknarfrestur um sjálfboðaliða er til 15. september 2023.

Vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan til að sækja um í sjálfboðaliðahópnum fyrir Landsmót ÆSKÞ 2023

Sjálfboðaliðar LM 2023