Landsmót í ár verður Fjarmót!

Enn og aftur þurfum við að takast á áskoranir vegna COVID-19. Landsmót getur því miður ekki farið fram með hefðbundnu sniði og munum við því aftur nýta okkur tæknina og bjóða upp á rafrænt Landsmót.  Dagskráin er spennandi og gerum við ráð fyrir því að hvert æskulýðsfélag hittist í sinni heimakirkju og taki þátt þaðan.

Dagskráin hefst með mótsetningu kl 11 laugardaginn 16. 0kt og dagskrá lýkur kl 22:00 Hægt er að nálagst dagskránna og frekari upplýsingar um hvern dagskrár lið hér: Dagskrá Fjarmóts – vinsamlegast kynnið ykkur dagskránna vel, það einfaldar framkvæmd mótsins til muna.

Framkvæmdin

Landsmótið í ár er skipulagt þannig að þátttakendur geti tekið þátt hvort sem er í hóp sem saman komin er í kirkjunni eða einir heima sökum sóttvarnarsjónarmiða, sóttkvíar eða einangrunar. Þó gerum við ráð fyrir því að æskulýðsfélögin reyni sé það talið öruggt í hverri heimabyggð fyrir sig að bjóða upp á heildagssamveru í kirkjunni og ljúka henni svo jafnvel með gistinótt ef það hentar. Við minnum þó á mikilvægi þess minna þátttakendur á mikilvægi persónulegra sóttvarna.

Mótið er æskulýðsfélögunum að kostnaðarlausu, en við óskum engu að síður eftir skráningum. Hinsvegar ef félögin ætla sér að hittast og eiga samveru saman má reikna með að viðburðurinn kosti. Endilega kynnið ykkur mögulega fjárhagsáætlun vegna fjarmóts og styrkinn sem ÆSKÞ býður uppá.  Ef æskulýðsfélögin gætu tilkynnt þátttöku sína og hugsanlegan fjöld þann 11. okt þá væri það frábært.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skraning@aeskth.is

Dagskráin er þannig upp að hluti af henni gerir ráð fyrir sameiginlegum Zoom fundi allra félagana, það á þá við þegar mótseting og t.d. fræðsla fer fram. Síðan munu æskulýðsfélögin fá verkefni til að leysa með sínum heimahóp.