Hæfileikakeppnin hefur lengi verið einn af hápunktum landsmóts enda hefur keppnin vaxið mikið síðastliðin ár. Í ár ætlum við alls ekki að missa af henni þrátt fyrir að mótið sé með breyttu sniði. Við ætlum þó að sleppa forkeppninni og bjóða öllum æskulýðsfélögunum að senda inn atriði í síðastalagi 20. október. 

Aðeins er leyfilegt að senda eitt atriði frá hverju æskulýðsfélagi í keppnina. Hámarkslengd á atriði sem tekur þátt í keppninni er 3 mínútur. Það má vera styttra en ekki er leyfilegt að fara yfir þennan tíma. Fari atriði yfir leyfilegan hámarkstíma verða stig dregin af atriðinu.

Við hvetjum ykkur til að vanda upptökur af atriðinu svo það skili sér betur „heim í stofu“.

Úrslit hæfileikakeppinnar fara fram á laugardeginum

Atriðin verða sýnd klukkan 15:30 á laugardag og munum við nýta upptökurnar til að koma í veg fyrir að eitthvert félag geti ekki tekið þátt sökum t.d. sóttkvíar.

Stigagjöf

Í forkeppninni verður stiga gjöf með því móti að dómnefnd mun gefa hverju atriði stig og þau stiga hæstu keppa til úrslita. Í lokakeppninni verður sama fyrir komulag og hefur verið þar sem öll æskulýðsfélögin fá í hendur einkunnablað og gefa atriðunum atkvæði sem gilda 50% á móti atkvæðum dómnefndar (ekki ósvipað og í Eurovision). Atkvæðin eru talin saman í stigum líkt og í Eurovision. Ekki má gefa sjálfum sér stig. Þegar stig hafa verið gefin er atkvæðablaðið sett í umslag og skilað inn. Dómnefndin mun sömuleiðis gefa atriðunum 2, 4, 6, 8, 10 og 12 stig og gilda stig dómnefndar 50% á móti stigum æskulýðsfélaganna.

Eitt atriði frá hverju félagi

Aðeins er leyfilegt að senda eitt atriði frá hverju æskulýðsfélagi til keppni. Engar undantekningar verða gerðar á þessari reglu og því er mikilvægt að leiðtogar upplýsi sín æskulýðsfélög um þetta.

Tímatakmörk

Hámarkslengd á atriði sem tekur þátt í keppninni er 3 mínútur. Það má vera styttra en ekki er leyfilegt að fara yfir þennan tíma. Fari atriði yfir leyfilegan hámarkstíma verða stig dregin af atriðinu.

 

Skránining – síðasti skráningardagur er 20. október 2020

Smelltu hér til þess að skrá í hæfileikakeppnina. 

Upptaka af atriðum

Gerð er krafa um að þau æskulýðsfélög sem taka þátt í hæfileikakeppninni sendi okkur upptöku af atriðinu um leið og atriðið er skráð til keppni. Upptakan verður notuð til sýna atriðið til hinna æskulýðsfélagana í útsendingu sem ÆSKÞ mun sjá um

Í ár er því um að gera að reyna að vanda vinnslu, mynd og hljóðgæði. Upptakan má vera á síma, myndavél, upptökuvél, iPad eða hverju því formi sem tekur upp myndskeið. Myndbandið er síðan sett inn á YouTube (mikilvægt að skrá það sem UNLISTED* svo að einungis landsmótsnefnd sjái). Sá sem skráir atriðið til keppni setur með slóðina á myndbandið svo að landsmótsnefnd geti nálgast það.

*Þegar myndband er skráð sem UNLISTED inni á YouTube þá getur einungis sá séð það sem hefur beina slóð á myndbandið.

Síðasti skráningardagur í hæfileikakeppnina er Sunnudagurinn 20. október 2020.