Við hvetjum þá æskulýðsleiðtoga sem ætla sér að taka þátt í Fjarmóti að skoða dagskránna vel. Þessi viðburður hentar vel til að tvinna við langan laugardag eða gistinótt í kirkjunni. Dagskrá ÆSKÞ er hluta úr deginum og því þurfa leiðtogar að ákveða hvað þeir vilja gera aukalega með sínum hóp.

Dagskrá ÆSKÞ hefst kl 16:00 laugardaginn 16. október. Það er mikilvægt að þátttakendur séu komnir fyrir þann tíma í kirkjuna til svo að þeir missi ekki af upphafi mótsins. Þau félög sem taka þátt þurfa að tryggja aðgang að tölvu með vefmyndavél og góðri nettengingu. Linkur á veffundin verður sendur á leiðtoga daginn fyrir mót.

Á mótinu verður einnig spurningakeppni sem þátttakendur geta tekið þátt í saman sem hópur eða í minni einingum ef margir mæta, þá er betra að hafa snjallsíma, en líklegt verður að teljast að amk einhverjir þátttakendur hafi aðgang að slíku eða að leiðtogar geti verið með þátttakendum í liði og nýtt sinn síma til að senda inn niðurstöður.

Stefni leiðtogar á gistinótt er mikilvægt að senda þátttakendur heim með leyfisbréf í tækatíð.

Dagskrá mótsins gerir ráð fyrir matarhléi og ÆSKÞ styrkir aðildarfélögin sín til þess að standa straum af kostnaði við það. Endileg kynnið ykkur mögulega kostnaðar áætlun og svo þið fáið góða hugmynd um hvað skuli rukka þátttakendur fyrir þátttölu í viðburðinum.

Það kostar félögin ekkert að taka þátt í viðburðinum en ÆSKÞ þarf engu að síður að fá að vita hvaða félög ætla að taka þátt ekki síðar en 11. október og ca þátttakendafjölda. Skráningu skal senda á skraning@aeskth.is nánari fyrirspurnir má senda á aeskth@aeskth.is