Nota hugmyndaflugið, til dæmis kasta húfu á snaga, henda spili í dall, henda bolta í ruslafötu, senda sms á methraða, hitta eldspýtu í glas, sparka eldspýtustokk í mark langt langt í burtu eða pínulítið mark, sprengja blöðru sem lítið loft er í…púsla saman mynd, snúa laki við á meðan hópurinn stendur á því, fletta upp í Biblíunni á met-tíma, henda borðtenniskúlu eins langt og hægt er, kasta skutlu (þau þurfa sjálf að búa hana til), hitta teygju í glas, sparka stígvéli og svo framvegis…