Skrifið númer á litla miða, mega vera upp í 50 þess vegna.  Setjið þrautir aftaná númerin.  Dreyfið miðunum um kirkjuna og safnaðarheimilið. Hafið teninga á borði.  Skiptið hópnum í lið, 3-6 í liði.  Liðin koma svo og kasta teningi og eiga svo að leita að miðanum með þessu númeri, svo leysa þau þrautina sem er aftaná og koma svo aftur og kasta teningunum, þau bæta svo þessari tölu við töluna sem þau fengu áður.  Gott er að láta þau hafa blað og blýant til þess að þau geti skrifað niður á hvaða númer þau voru komin. Á nokkrum númerum getur verið skipun um að færa sig aftur á lægra númer.  Notið hugmyndaflugið við að búa til þrautirnar. Dæmi: Syngið Jesús er besti vinur barnanna að næsta númeri.  Haldið í eyrun á hvort öðru að næsta númeri.  Teljið gluggana í húsinu.  Hvað eru mörg skópör í ganginum.  Syngjið Gamla Nóa fyrir leiðtogann.  Hlaupið á vegg. Ef einhver í hópnum telur sig vera Batman má liðið fara á númer ….