Risasnákaspil

Safnið saman dagblöðum og farið í risa snákaspil, notið blöðin fyrir spilið, gerið stóran tening úr pappakassa, krakkarnir eru sjálf kallarnir og svo notar maður hugmyndaflugið með stigana og allt það.  Líka hægt að fara í risalúdó eða annað slíkt spil.

Æsifréttaleikur

Hópnum skipt í tvennt, búnar til kúlur úr blöðunum, fullt af þeim, alveg helling og svo eru kúlurnar settar inn á völl sem búið er að skipta í tvennt.  Liðin eiga svo að reyna að koma blöðunum inn á völlinn hjá hinu liðinu, spilað stutt í einu og svo metið hvort liðið hefur færri blöð á sínum velli. (líka hægt að nota borðtenniskúlur í þetta).