Þátttakendur og leiðtogar þurfa að hafa með sér dýnur. Athugið að tvíbreiðar vindsængur eru ekki leyfilegar nema að tveir sofi á vindsænginni. Vegna fjölda skráninga er nauðsynlegt að nýta plássið vel. Raðað er í stofur eftir hópum og gista piltar og stúlkur í sitt hvorri stofunni.

Þegar haldið er í ferðalag sem þetta þá er nauðsynlegt að hafa réttan farangur. Því viljum við benda ykkur á nokkra hluti sem eru mikilvægir:
Föt til skiptanna, sundföt, skjólfatnað, góða skó og íþróttaskó. Nauðsynlegt er að koma með svefnpoka, kodda og dýnu. Snyrtidót, s.s. tannbursta, tannkrem, sjampó, handklæði og fleira því tengt er nauðsynlegt. Munið líka eftir búningum fyrir laugardagskvöldið (þemað er bleikur). Svo verðum við að muna að þegar við erum í svona útilegu er nauðsynlegt að vera jákvæð/ur. Hafa bros á vör, gleði í hjarta og sýna náunga okkar fyllstu virðingu!