Mótsgjald er 17.900 kr á mann fyrir aðildarfélög ÆSKÞ en 18.900 kr fyrir önnur félög. Þátttakendur greiða staðfestingargjald og afganginn af mótsgjaldinu til sinna leiðtoga sem sjá um að koma greiðslum til ÆSKÞ
Við skráningu þarf að greiða 7.000 kr óafturkræft staðfestingargjald á mann. Gjaldið er greitt með rafrænni kröfu sem gefin er út á kirkju þátttakenda. Afgangur af mótsgjald er greiddur með rafrænni kröfu strax að móti loknu.
Innifalið í mótsgjaldi eru rútuferðir innanlands, matur, gisting og aðgangur að dagskrá mótsins.