Einu sinni var maður sem átti tvær vatnsfötur.  Á hverjum morgni festi hann föturnar á sitt hvoran endan á löngu priki sem hann lagði á axlir sér þegar hann fór til að sækja vatn í brunninn. Önnur fatan var í fullkomnu ásigkomulagi en á hinni fötunni var stór sprunga sem gerði það að verkum að þegar maðurinn kom heim frá brunninum var fatan aðeins hálf full. Það var svo einn dag er maðurinn var að fylla fötuna í brunninum að fatan gat bara ekki þagað lengur.  Hún byrjaði að gráta og sagði:  “Ég skammast mín svo rosalega.  Ég skila engum afköstum.  Vegna sprungunar í mér færð þú helmingi minna vatn heim með þér en þú myndir annars gera.  Mér finnst ég vera svo misheppnuð!” “Ég vissi ekki að þér liði svona”, svaraði maðurinn áhyggjufullur.  “En gerðu mér greiða.  Skoðaðu vel veginn á leiðinni heim”. Þegar þau voru komin heim spurði maðurinn fötuna:“Tókstu eftir fallegu blómunum við vegkantinn?” “Já“, snökkti fatan. “Tókstu eftir því að þau uxu aðeins þín megin við veginn?”  Þannig er nefnilega mál með vexti, að ég hef altaf vitað um sprunguna á þér.  Þess vegna sáði ég blómum við vegkantinn sem að þú ert svo búinn að vökva fyrir mig á hverjum degi.  Ef að þú værir ekki eins og þú ert, með þessa sprungu, þá gæti ég ekki tínt blóm til þess að setja á borðið.  Án sprungunar þinnar myndi bæði vegkantinn og húsið vera án þessara fallegu blóma!