Starfsskýrsla ÆSKÞ – stjórnar fyrir árið 2010
Í þessari skýrslu er greint frá helstu verkefnum sem stjórnin hefur unnið á s.l. ári, sem er fimmta starfsár sambandsins.

Síðasti aðalfundur ÆSKÞ  var haldinn 5.febrúar í Árbæjarkirkju.

Niðurstaða kosninga á fundinum voru eftirfarandi:

Aðalstjórn
Formaður -Margrét Ólöf Magnúsdóttir

Gjaldkeri – Sigurvin Jónsson

Ritari – Kristján Ágúst Kjartansson

Meðstjórnandi – Þórunn Harðardóttir

Meðstjórnandi – Sunna Dóra Möller

Varastjórn
Sunna Gunnlaugsdóttir

Arna Grétarsdóttir

Pétur Björgvin

Þórhildur Erla Pálsdóttir

Diljá Rut Guðmundsdóttir

Landsmótsnefnd
Gísli Stefánsson

Margrét Ólöf Magnúsdóttir

Telma Ýr Birgisdóttir

Rakel Brynjólfsdóttir

Diljá Rut Guðmundsdóttir

(Sunna Dóra Möller)

Árshátíðarnefnd
Sunna Gunnlaugsdóttir

Rakel Brynjólfsdóttir

Diljá Rut Guðmundsdóttir

Telma Ýr Birgisdóttir

Þórunn Harðardóttir

 

Skoðunarmenn
Pétur Þorsteins

Björgvin Þórðarson

Framkvæmdastjóri sambandsins er sem fyrr sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir og hefur hún haft  aðsetur í Kirkjubæ á Akureyri en flutti um set í byrjun 2011 í Sigurhæðir sem er staðsett rétt fyrir neðan Akureyrarkirkju.  Staða hennar er 50 % og reynslan sýnir að það er þörf á fullri stöðu framkvæmdastjóra eigi að vera hægt að sinna þeim verkefnum sem eru fyrir hendi og auka þjónustuna. Stjórnin er í sjálfboðavinnu og hefur sinnt ýmsum verkefnum auk reglubundinna funda.

Verkefni ÆSKÞ á árinu hafa verið fjölbreytileg þó að þungamiðjan liggi án efa á Landsmóti æskulýðsfélaga.

Fundir stjórnar voru formlega 8 en fundir í gegnum netpóst hafa verið ótal margir. Í lok  september og byrjun október voru ótal fundir sem notaðir voru í undirbúning landsmóts en meðfram þeim voru stuttir óformlegir stjórnarfundir.

Vefsíða ÆSKÞ hefur tekið stakkaskiptum og er það Guðmundi Karli Einarssyni að þakka.

Námskeið

Verndum þau
ÆSKÞ hefur sótt um styrki hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að geta boðið söfnuðum upp á þessi góðu námskeið.

Kompásnámskeið var haldið á Ísafirði 11. september og sá Pétur Björgvin Þorsteinsson um fræðsluna.  Einnig var námskeið haldið á æskulýðsmótinu “Bjartsýni í Brúarási”.  Pétur Björgvin sá einnig um fræðsluna þar.

Rafrænt einelti ÆSKÞ fékk styrk til að geta haldið námskeið um rafrænt einelti. Það var haldið s.l. vor í Háteigskirkju og Glerárkirkju á Akureyri.. Um 20 sóttu námskeiðið.

Viðburðir
TTT – mót.
ÆSKÞ stóð fyrir TTT móti í mars s.l. og voru þar um 70 börn og 20 leiðtogar. Tókst  mótið vel. Þemað var „þú ert einstök sköpun“.

Landsmót æskulýðfélaga var haldið á Akureyri 3ju helgi í október og var fjölmennasta mótið til þessa. Um 700 manns tóku þátt í því. Mikill undirbúningur var fyrir mótið og þótti það takast vel. Móttstjóri var Kristján Kjartansson ásamt Jónu Lovísu framkvæmdastjóra. Þema mótsins var „Indland – frelsa þrælabörn“. Sjá nánar skýrslu frá mótsstjóra.

Erlend samskipti
ÆSKÞ er aðili að EF, European Fellowship. Þórunn Harðardóttir hefur verið aðaltengiliður og tekið þátt í undirbúningi og námskeiðum hjá þeim. Sjá EF umfjöllun hjá Þórunni.

Samstarf
ÆSKÞ tekur þátt í ýmis konar samvinnuverkefnum auk þess að vera aukaaðili að LÆF, Landssambandi æskulýðsfélaga. Þar eru ýmis námskeið og erindi í boði sem eru aðilum að kostnaðarlausu og kjörið tækifæri fyrir æskulýðsleiðtoga að  nýta sér þessi tilboð.

Evrópuvika gegn fordómum er fastur liður í mars. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, ÆSKR, Toshiki Toma og fleiri aðilar standa fyrir viðburðum hér í Reykjavík og fyrir norðan. Jóna Lovísa hefur tekið þátt fyrir hönd ÆSKÞ í viðburðum fyrir norðan á Akureyri. Mikill fjöldi æskulýðsbarna tóku þátt og voru áberandi í viðburðinum.

ÆSKÞ tók þátt í friðargöngunni á Þorláksmessu í Reykjavík og á Akureyri.

Söngbókin „Guð í þinni hendi“ kom út á árinu. Það var samstarfsverkefni ÆSKR, Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar og ÆSKÞ. Þetta er góð og vönduð bók sem allir ættu að nota í æskulýðsstarfinu.

Jesús lifir – spurningakeppnin er haldin fyrir 4.- 7.bekk. Hún er haldin í samstarfi við Aðventkirkjuna, sem hefur veg og vanda af sjálfri keppninni en þær kirkjur sem vilja taka þátt er frjálst að vera með í undirbúningnum. ÆSKÞ hefur lagt til starfsmann í verkefnið, sem er núverandi formaður. Spurningakeppnin fór fram í Reykjavík dagana 13.-14.mars. Undankeppnin fór fram í Árbæjarkirkju. Það voru 10 kirkjur sem tóku þátt, þar af 5 frá Þjóðkirkjunni. Boðið var upp á pizzupartý, kvöldvöku og gistingu í kirkjunni og tóku flestir þátt. Seinni daginn var morgunmatur, sundferð, sunnudagaskóli og hádegismatur en síðan haldin úrslitakeppni í Íslensku Kristskirkjunni. Alls tóku rúmlega 30 börn þátt í keppninni.

Tjaldmót ÆSKR og ÆSKÞ var haldið að Lækjarbotnum í júní að Lækjarbotnum og var metþátttaka. Þótti mótið takast mjög vel líkt og undanfarin ár.

Vaktu með Kristi er samstarfsverkefni ÆSKÞ, ÆSKR og ÆNK. Það hefur farið fram í Hafnarfjarðarkirkju í nokkur ár og er frá kvöldi skírdags til föstudagsmorguns. Það var einnig metþátttaka að þessu sinni.

ÆSKÞ er í „samstarfshópi“ um æskulýðsmál með ÆSKR, ÆNK og Biskupsstofu. Markmiðið er að efla æskulýðsstarf kirkjunar, m.a. með leiðtogafræðslu þar sem boðið er upp á a.m.k. tvö námskeið;

–         farskóla leiðtogaefna fyrir ungt fólk á aldrinum 14 – 17 ára,

–         -grunnnámskeið fyrir 17 ára og eldri.

Þá er einnig „samstarfsnefnd“ um æskulýðsmál þar sem KFUM og KFUK eru einnig aðilar. Markmiðið þar er það sama en þessir 5 aðilar standa saman að a.m.k. þremur námskeiðum á hverju ári;

–         Kvöldnámskeið fyrir leiðtoga að hausti,

–         Dagsnámskeið fyrir æskulýðsfulltrúa, presta og djákna að hausti,

–         „Sólheimanámskeið“ sem er dagsnámskeið fyrsta laugardag í febrúar.

Formaður stjórnar situr undirbúningsfundi í þessu samstarfi.

Starfsáætlun 2011
Markmiðið er að halda áfram á sömu braut með sömu verkefni og 2010. Landsmótið er farið að taka þó nokkurn tíma í undirbúningi og staðreyndin er sú að þessi verkefni sem eru á dagskrá eru kappnóg verkefni fyrir  framkvæmdastjóra í hálfu starfi og stjórn í sjálfboðavinnu ásamt ótal öðrum sem leggja hönd á plóginn. Við stefnum á að geta haldið hæfileikakeppni á landsvísu svo og spurningakeppni fyrir fermingarbörn. En það verður að koma í ljós.

**Það er á dagskrá að halda EF fund hér 20. – 22. maí.  Búist er við um 15 erlendum þátttakendum.

**Kirkjuþing unga fólksins verður haldið í maí.

Það er mikilvægt að leiðtogar í barna- og unglingastarfi efli þekkingu sína og fagmennsku með því að sækja sem flest námskeið sem boðið er upp á. Þannig verðum við hæfari í starfi auk þess sem er mikilvægt að hitta aðra og kynnast kollegum sínum. „Verndum þau“ er til dæmis námskeið sem ætti að vera skylda fyrir allt starfsfólk í barna- og unglingastarfinu.

Lokaorð
ÆSKÞ er ungt samband sem mikil þörf er á að vaxi og dafni því að „akrarnir eru hvítir til uppskeru.“

Óskin er að geta bætt og eflt starfið, geta sinnt æskulýðsleiðtogum betur um alla landsbyggðina. Það er niðurskurður í fjármálum til æskulýðsstarfs og það er mjög miður þar sem tækifærin eru mörg til að efla starfið. Við erum þakklát þeim sem styðja ÆSKÞ. Menntamálaráðuneytið er afar jákvætt og leggur til fjármuni í námskeið. Kirkjumálasjóður stendur undir rekstrargrundvelli sambandsins.

Samstarf við alla þá aðila sem að greint hefur verið frá í þessari skýrslu er mjög jákvætt og gott.

Stjórnin þakkar fyrir gott ár og lítur björtum augum til framtíðar. Guð blessi starf Þjóðkirkjunnar meðal barna og unglinga.

„Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Sálmur 37.5

Reykjavík, 3.febrúar 2011

Fyrir hönd stjórnar ÆSKÞ,

Margrét Ólöf Magnúsdóttir formaður.