grunnnamskeid
Grunnnámskeiði er fyrir leiðtoga í barna- og unglingastarfi kirkjunnar og KFUM og KFUK. Þar eru teknir fyrir þeir þættir sem skipta hvað mestu máli að hafa þekkingu á  í kristilegu barna- og unglingastarfi  og eftir  námskeiðið eiga leiðtogarnir að vera betur í stakk búnir til að bera ábyrgð í krefjandi barna- og unglingastarfi.

Efninu er skipt í þrjá megin flokka, þ.e. kristin trú, trúarlíf og helgihald og að starfa með börnum og unglingum í kristilegu starfi. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemendanna og gott samfélag.

Námskeiðið er byggt upp á ellefu sjálfstæðum fyrirlestrum en verður kennt yfir eina helgi og auk þess einn laugardag sem ákveðin verður í samráði við þátttakendur.

Samstarfshópur ÆSKÞ, ÆSKR, Biskupsstofu, Kjalarnesprófastsdæmis og KFUM og KFUK stendur fyrir námskeiðinu. Leiðbeinendur verða Magnea Sverrisdóttir djákni hjá KFUM og KFUK og Gunnar Jóhannesson héraðsprestur í kjalarnesprófasdæmi.

Helgarnámskeiðið fer fram helgina 28. Febrúar – 1.mars í KFUM og KFUK heimilinu Keflavík. Lagt verður af stað frá Holtavegi 28 kl. 17.00. Þau tvö skipti sem eftir eru verða í Reykjavík og tími fundinn í samráði við þátttakendur.

Námskeiðsgjald er 7.500 krónur á nemanda og innifalið í því eru námskeiðsgögn, ferðir og gisting og matur. Skráning fer fram á fræðslusviði Biskupsstofu í síma 528 4065 og einnig er hægt að senda póst á skraning@kirkjan.is.