Haustnámskeiðið fyrir leiðtoga í barna- og unglingastarfi verður að þessu sinni haldið í Vindáshlíð 8. – 10. september 2023 og er aldurstakmark 18 ára á árinu.

Námskeiðið ber heitið: „Lifandi leikir / djögl og flæði“ sem er mjög spennandi námskeið i leikja- og viðburðastjórnun. Meginkennari námskeiðsins er Jörgen Nilson, viðburða- og verkefnastjóri Dalama Camp.

Hópeflisleikir- ísbrjótar, tónlist með leikjum, hvað þarf að hafa í huga þegar sett er upp leikjaprógram? Hvernig getum við nýtt leiki til þess ad ná fram betri samskiptum og aukinni samvinnu?

À námskeiðinu verdur einnig farið í persónu leiðtogans, biblíusögur og hugleiðingar auk orku hópsins að ógleymdum þeim tengslum og samveru sem í boði verður fyrir leiðtoga héðan og þaðan af landinu.

Skráning fer fram fyrir 5.september:

Höfuðborgarsvæðið/Suðurnes: lisa@kirkjan.is

Austurland/Suðurland: berglind.honnudottir@kirkjan.is

Norðurland eystra og vestra: sonja@akirkia.is

Vesturland og Vestfirðir: elin@kirkjan.is

Námskeiðið er samstarfsverkefni fræðslusviðs Biskupsstofu, ÆSKH, ÆSKEY, ÆSKA og ÆSKÞ.