Aðalfundur ÆSKÞ fer fram á morgun, miðvikudaginn 8. mars. Húsið opnar kl 17:00 en fundur hefst kl 17:30.

Við hvetjum ykkur til að huga að framboði til stjórnar en að þessu sinni verður kosið um  formann og gjaldkera til tveggja ára auk fimm varamanna til eins árs.

Við minnum á að hvert aðildafélag hefur tvö atkvæði í kosningu. Félög eru beðin um að senda nöfn þeirra tveggja fulltrúa sem koma til með að nýta kosningaréttinn á fundinum á netfangið joninasif@aeskth.is – fleiri félagar úr hverju félagi eru að sjálfsögðu velkomnir til að sitja fundinn (gott væri að fá upplýsingar um fjölda)

Að starfa í stjórn félagasamtaka á borð við ÆSKÞ er gefandi og lærdómsríkt. Í stjórn situr að jafnaði fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi bakrunn í æskulýðsmálum og á breiðu aldursbili. Við hvetjum presta, djákna, æskulýðsfulltrúa, æskulýðsleiðtoga og þátttakendur í æskulýðsstarfi til að gefa kost á sér í stjórn.

Join Zoom Meeting
https://us02web.zoom.us/j/82865490229?pwd=dVVwUmpPaTdHY1ZGYW10ZTRzbFJzUT09

Meeting ID: 828 6549 0229
Passcode: 982572

Við viljum endilega fá upplýsingar frá þeim sem ætla að nýta sér zoom til þess að taka þátt í fundinum. 

 

Hér eru gögn 17. aðalfundar ÆSKÞ: