Easter Course og Euro Course sameinast um Páskana!*

Við leitum af 4 fulltrúum til að taka þátt í einu mest spennandi námskeiði sem haldið hefur verið undanfarin ár. Ein vika af frábærri skemmtun, námi og leikjum í Danmörku dagana 1-9 apríl. Námskeiði hefst og endar í Kaupmannahöfn en stærsti hlutinn fer fram á eyjunni Langeland. Þátttakendur enda námskeiðið með ferð í Tívolí.

Markmið námskeiðisins er að kenna leiðtogum að útfæra og búa til innihaldsríka leiki fyrir börn og unglinga, út frá markmiðum æskulýðsfélagsins. Von er á um 70 þátttakendum og leiðbeinendum frá fjölda Evrópulanda. Þátttakendur koma frá ýmsum söfnuðum og því er sannarlega um samkirkjulegan viðburð að ræða.

Þátttaka í viðburði sem þessu gefur einstakt tækifæri til að kynnast nýju fólki og læra af öðrum. Þarna verða samankomnir einstaklingar með mikla reynslu af barna og unglingastarfi og því hægt að deila upplýsingum, verkefnum, leikjum, erfiðleikum og því sem virkar vel á hverjum stað fyrir sig sem er ómetanlegt.

Þeir sem vilja sækja um eða fá nánari upplýsingar mega endilega senda línu á joninasif@aeskth.is

*Easter Course hafði áður verið auglýst í Rúmeníu en þar sem illa gekk að fá samþykkta ferðastyrki fyrir þátttakendur þangað var ákveðið að sameinast FDF – Euro course.