Interfaith Youth Convention on the European Green Deal – Striking a Deal for our Common Home.

ÆSKÞ sem aðili European fellowship tók þátt ráðstefnnni: Interfaith Youth Convention on the European Green Deal – Striking a Deal for our Common Home. Útkoman var skýrsla sem lögð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og innihélt 21 atriði sem ungt trúað fólk vill sjá tekin fyrir í Græna samningnum (e. Green deal legislation).

Fyrri viðburðurinn var í október 2021 og fór hann fram á netinu, en þá var boðað til  umræðufundar þar sem ungt trúða fólk kannaði og ræddi hvernig ESB getur mætt loftlagsvánni í helstu málaflokkunum sem eru: 1) Húsnæðismál, orkumál og samgöngur; 2) Matvæli og landbúnaður; 3) Framleiðsla og neysla; og 4) Menntun, vistfræði og færni. Trúarleiðtogar, Evrópuþingmenn og embættismenn ESB voru viðstaddir til að veita sérfræðiráðgjöf um hvert efni.

Annar viðburðurinn var samræðufundur ungs fólks og Frans Timmermans, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Alls sóttu ráðstefnuna yfir 300 ungmenni sem áttu það sammerkt að vera fulltrúar kristinna, múslima, búddista, gyðinga og bahá’í trúarbragða. Fulltrúarnir sem mættu frá European Fellowship samanstóð af ungu fólki af mótmælenda-, kaþólskum og rétttrúnaðartrúarsöfnuðum.

Ráðstefnan var afrakstur mikillar undirbúningsvinnu sem hófst í maí 2021 og markaði tímamót í samskiptum ungs trúaðs fólks í Evrópu. Fulltrúar voru frá European Fellowship, Evrópska búddistasambandið (EBU), Evrópufélagsmiðstöð jesúíta, Young Caritas Europa, FIMCAP, Don Bosco International, FEMYSO (Málþing evrópskra æskulýðs- og námsmannasamtaka múslima) og COMECE (Kaþólska kirkjan Evrópusambandinu).

Auk skýrslunnar er niðurstaða þessarar vinnu dýrmæt reynsla í að þróa þvertrúarlega samræðu milli ungs fólks í Evrópu og mikilvægt tengslanet sem mun án efa halda áfram að styrkjast og vinna saman að nýjum verkefnum í framtíðinni.

Skýrslan hefur verið birt og lögð fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til skoðunar. Við biðjum og vonum að tilmæli hennar verði skoðuð vandlega af framkvæmdastjórninni og að skoðanir ungs trúaðs fólks muni stuðla að skilvirkari viðbrögðum við loftlagsvánni.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér (smellið á myndina)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhugasamir geta nálgast seinni viðburðinn hér: https://www.youtube.com/watch?v=EUfouF2ZzMk