Laugardaginn 14. janúar fór Janúarnámskeið ÆSKÞ fram í Neskirkju, þátttaka var góð bæði á staðnum sem og á netinu. Við erum þakklát fyrir alla hæfileikaríku og skemmtilegu leiðtogana sem áttu með okkur glaðan dag. Fyrirlesararnir voru ekki af verri endanum og komu þeir allir efni sínu vel til skila, það sköpuðust einnig miklar umræður og óhætt að segja að efni námskeiðisins hafi verið vel krufið.

Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs á árinu, ef þetta námskeið setti tóninn þá er sannarlega spennandi ár framundan.