Kæru vinir, við leitum að æskulýðsfélagi eða fermningarhóp sem hafa áhuga á að hitta æskulýðsbörn frá Svíþjóð sem eru væntnleg til landsins í Júní. Þau ætla að ferðast um suðvesturhornið og myndu gjarnan vilja skipuleggja dag/a eða dagspart með íslenskum hóp. Endilega skoðið hvort þetta gæti gengið, það er alltaf áhugavert að taka þátt í alþjóðlegustarfi og spennandi að kynnast þátttakendum frá öðrum löndum.

Við erum  einnig að leita eftir þátttakendum fyrir Easter Course námskeiðið sem mun fara fram í Transilvaníu, Rúmeníu um páskana. Easter Course er mjög spennandi vettvangur fyrir ungtfólk til að kynnast og tileinka sér nýja þekkingu. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og gefið mörgum tækifæri til að feta fyrstu skrefin í alþjóðlegu samstarfi.