Dagana 7. – 8. janúar 2022 mun ÆSKÞ standa fyrir janúarnámskeiði og árshátíð leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Viðburðurinn mun fara fram á Hótel Örk í Hveragerði. Þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn, við hvetjum ykkur til að sameinast í bíla eða nýta strætóferðir.
Námskeiðið er hugsað fyrir leiðtoga/djákna/presta í barna og unglingastarfi kirkjunnar sem hafa náð 18 ára aldri. Námskeiðið er vettvangur fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi kirkjunnar til að hittast, bera saman bækur, fræðast og hafa gaman!
Föstudaginn 7. janúar
Þátttakendur munu gista í tveggja til þriggjamanna herbergjum. Vilji einhverjir gista í einstaklingsherbergjum þarf að hafa samband við johannayr@aeskth.is sem fyrst en námskeiðisverð miðast við tveggja og þriggja manna herbergi.
Hægt er að innrita sig í herbergin frá klukkan 15:00 á föstudeginum og er því um að gera að mæta snemma og nýta sér aðganginn að sundlaugarsvæði Hótel Arkar. Sundlaug og pottar eru opnir frá 7:00 til 22:00.
Innifalið í verði er tveggja rétta kvöldverður á Hver Restaurant. Við skráningu vinsamlegast takið fram fæðuóþol eða sérstakar óskir.
Skemmtinefnd er að störfum og undirbýr árshátíðaratriði.
Laugardagur 8. Janúar
Dagskrá
kl. 07:00 – 10:00: Morgunmatur – gestir velja tíma á morgunverði við innritun og hver gestur hefur 45 mínútur í morgunverð.
Kl. 10:00 – 12:00: Vinnustofa ÆSKÞ
Kl. 12:00 – 13:00: Matarhlé (matur ekki innifalinn í námskeiðisgjaldi)
Kl. 13:00 – 14:00 – Leiklistarnámskeið
Umsjón: Laufey Brá Jónsdóttir, leikkona og guðfræðingur
Kl. 14:00 – 15:00 – „Veldu þig og vökvaðu aðra“ –
velgengni, vellíðan og vöxtur leiðtogans
Umsjón: Matti Ósvald Stefánsson, PCC markþjálfi
Við hvetjum sóknirnar til að taka þátt í kostnaði við þátttöku á námskeiðinu.
Verðið er 18.000kr.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir með gistingu. Mikilvægt að taka fram tegund herbergis.
Skráning fer fram í gegnum netfangið