Be One Ecumenical námskeiðið verður að þessu sinni í York á Englandi helgina 20. – 23. janúar 2022. Námskeiðið er fyrir ungmenni á aldrinum 18 – 30 ára en þó er gefinn sveigjanleiki fyrir áhugasama allt að 40 ára. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning: v.staples@boysbrigade.org.uk. Síðasti skráningardagur er 17. desember.

Þema námskeiðsins er „Growing an Inclusive Church“ sem snýst um að rækta kirkju án aðgreiningar og takast á við vandamálið sem felst í mismunum gagnvart jaðarsettu fólki. Hvernig getum við skapað framtíð fyrir alla innan okkar kirkna og æskulýðssamtaka og hvernig getur ungt fólk leitt þá breytingu?

Hér er um að ræða ákaflega mikilvægt þema og hvetur ÆSKÞ áhugasama til að sækja námskeiðið. Einnig er hægt að hafa samband við framkvæmdastjóra ÆSKÞ til að fá nánari upplýsingar varðandi námskeiðið.