Fjarmót ÆSKÞ var haldið 16. október í stað hefðbundins landsmóts. Mótið heppnaðist virkilega vel. Stjórn ÆSKÞ þakkar landsmótsnefnd og Kristjáni Ágústi Kjartanssyni landsmótsstjóra fyrir vel unnin störf. Eins vill stjórnin þakka þátttakendum og leiðtogum fyrir góða mætingu við þessar sérstöku aðstæður. Landsmót verður á Akranesi 2022 og er undirbúningur nú þegar hafinn. Við hlökkum til að hittast!