Kirkjuþing unga fólksins fer fram um helgina í Grensáskirkju. Þingið hefst á föstudaginn kl 17:00 og lýkur síðdegis á laugardag. Nokkur mál liggja fyrir þinginu og þátttakendur koma víðsvegar af landinu, en prófastar tilnefna fulltrúa sinnar heimabyggðar.

Þar sem samkomu takmarkanir hafa verið rýmkaðar geta áhugasamir komið og fylgst með þinginu á staðnum.

Við hlökkum til að hlusta á rödd unga fólksins!

 

 

Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagur 14. maí

17:00 Þingið opnar

17:20 Þingsetning

17:45 Kynning á fundarsköpum

18:30 Samhristingur og matur

Laugardagur 15. maí

10:00 Morgunhressing og helgistund

10:30 Flutningur mála

11:00 Umræður um mál

11:45 Fyrirspurnir til Biskups

12:00 Hádegismatur

13:00 Umræður um mál og nefndarstörf

14:30 Kaffihlé

15:00 Flutningur mála og atkvæðagreiðsla

15:45 Þingslit, kaka og kveðjustund