Aðalfundur ÆSKÞ 2021 mun fara fram þann 3. mars næstkomandi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess verður kosið um formann og gjaldkera til tveggja ára og fimm varamenn til eins árs.

Að starfa í stjórn félagasamtaka á borð við ÆSKÞ er gefandi og lærdómsríkt. Í stjórn situr að jafnaði fjölbreyttur hópur fólks með mismunandi bakrunn í æskulýðsmálum og á breiðu aldursbili. Við hvetjum presta, djákna, æskulýðsfulltrúa, æskulýðsleiðtoga og þátttakendur í æskulýðsstarfi til að gefa kost á sér í stjórn.

Fundurinn hefst kl 17:00 í Neskirkju en húsið mun opna kl 16:30. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður fundurinn einnig sendur út á ZOOM. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ef þið viljið vera með í gengum fjarfundarbúnað svo hægt sé að senda ykkur link tíma.