Janúar námskeið fór að þessu sinni fram á zoom fundi. Þátttaka var mjög góð og nutu 30 æskulýðsleiðtogar, djáknar og prestar þess að eiga þessa kvöldstund saman.
Námskeiðið hófst á fyrirlestir sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur um hugleiðingargerð, svo tóku þær María og Ingileif hjá Hinseginleikanum við og fjölluðu um það að vera hinsegin unglingur. Beggi Ólafs sló svo loka punktinn í námskeiði og fjallaði um Tíu skref – í átt að innihaldsríku lífi.
Það er ljóst að framhald af öllum þessum fyrirlestrum væri ákjósanlegt því efnið var vel sett fram, áhugavert og skemmtilegt. Fyrirlesarar höfðu greinilega lagt metnað sinn í undirbúning. Það er áskorun fyrir þá jafnt og þátttakendur að vera á námskeiði sem einungis fer fram á netinu, en ætli við séum ekki öll farin að venjast því ágætlega.