Við ætlum að hefja næstu önn með krafti og bjóðum því öllum þeim sem koma að barna og unglingastarfi kirkjunnar á janúarnámskeið þann 13. janúar kl 20 á ZOOM. Í ár mun Sr. Guðrún Karls fara yfir hugleiðingargerð, María Rut og Ingileif stofnendur Hinseginleikans munu ræða við okkur um það hvernig er að vera hinsegin unglingur og Beggi Ólafs mun flytja fyrirlesturinn Tíu skref – í átt að innihaldsríku lífi.
Þetta verður án efa góð kvöldstund sem mun efla okkur í starfi. Endilega skráið ykkur með því að senda tölvupóst á skraning@aeskth.is