ÆSKÞ hvetur æskulýðsfélögi til þess að vera með fjaræskulýðsfundi. Það skiptir enn og meira máli nú þegar við finnum fyrir svokallaðari farsóttarþreyttu að við leitum skapandi leiða til þess að vera til staðar og gera ástandið eins bærilegt og hugsast getur. 

Hér á heimasíðunni má finna kynningu á því hvernig best er að standa að fjarfundi auk þess sem við bjóðum upp á nokkrar hugmyndir sem gætu nýst vel sem og heilræði, vinsamlegast kynnið ykkur þetta. Við vonumst einnig til þess að leiðtogar verði duglegir í að deila með okkur hvernig gangi á fjarfundunum og sendi okkur hugmyndir af nýjum leikjum og verkefnum svo við getum saman búið til almennilega verkfærakistu. 

Við minnum einnig á LIVE LANDSMÓT ÆSKÞ sem mun fara fram 14. nóvember næstkomandi. Þar munum við nýta og prófa þá þekkingu sem þegar er til staðar og verður það án efa lærdómsríkt fyrir alla að taka þátt. 

Mikilvægi þess að viðhalda einhverskonar samskiptum þó þau séu í gengum fjarfundarbúnað er gífurlegur. Þeir leiðtogar sem þegar hafa farið þá leið finna vel fyrir því.

Leiðtogar mega gera ráð fyrir því að það taki tíma að byggja almennilega upp hefðina fyrir því að hittast svona á netinu. En reynum það samt, því þetta getur verið svo gífurlega mikilvægt fyrir þá sem mæta. Nú er einnig að ganga í hönd tími sem venjulega er uppfullur af gleðilegri spennu, Halloween og svo jóla undirbúningurinn sem verður án efa með breyttu sniði. Þá eru dagarnir að styttast og myrkrið meira. Gefum ljós, von og kærleik í gengum tölvuna – það er alveg hægt. 

Við undirbúning að fjarfundi skiptir miklu máli að vera vel skipulögð og vera búin að prófa forritið/verkefnið/leikinn áður en fundurinn hefst. 

Fjarfundir – það helsta sem hafa þarf í huga. 

Verkfærakistan – öpp, leikir og verkefni .

 

Ef þið lumið á hugmyndum af leikjum, öppum eða verkefnum endilega sendið okkur línu á aeskth@aeskth.is