Landsmót í ár verður Live Landsmót

Við tökum glöð á móti nýjum áskorunum og munum því vegna þess ástands sem verið hefur í þjóðfélaginu halda landsmót með aðstoð fjarfundarbúnaðar, slíkt er orðið flestum tamt að nota og því hlökkum við mjög til að geta boðið upp á spennandi dagskrá laugardaginn 14. nóvember næstkomandi.

Dagskráin hefst með mótsetningu kl 11 laugardaginn 14. nóv og dagskrá lýkur kl 18:30. Hægt er að nálagst dagskránna og frekari upplýsingar um hvern dagskrár lið hér: Dagskrá Live landsmót – vinsamlegast kynnið ykkur dagskránna vel, það einfaldar framkvæmd mótsins til muna.

Framkvæmd Live landsmóts

Landsmótið í ár er skipulagt þannig að þátttakendur geti tekið þátt hvort sem er í hóp sem saman komin er í kirkjunni eða einir heima sökum sóttvarnarsjónarmiða, sóttkvíar eða einangrunar. Þó gerum við ráð fyrir því að æskulýðsfélögin reyni sé það talið öruggt í hverri heimabyggð fyrir sig að bjóða upp á heildagssamveru í kirkjunni og ljúka henni svo jafnvel með gistinótt ef það hentar. Við minnum þó á mikilvægi þess minna þátttakendur á mikilvægi persónulegra sóttvarna.

Mótið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en við óskum engu að síður eftir skráningum. Ef æskulýðsfélögin gætu tilkynnt þátttöku sína og hugsanlegan fjöld þann 11. okt þá væri það frábært, nákvæm skráning má svo berast þegar nær dregur. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skraning@aeskth.is

Dagskráin er þannig upp að hluti af henni gerir ráð fyrir sameiginlegum Teams fundi allra félagana, það á þá við þegar mótseting og t.d. fræðsla fer fram. Síðan munu æskulýðsfélögin fá verkefni til að leysa með sínum heimahóp. Við munum einnig nýta okkur GooseChase appið og fleiri sambærileg.

Spurningakeppnin Við munum bjóða upp á skemmitilega spurningarkeppni sem þátttakendur geta tekið þátt bæði sem einstaklingur eða hópur.