Auglýst eftir fulltrúum á KUF 2020

KUF VERÐUR HALDIÐ 8.-9. ÁGÚST Í NESKIRKJU.

Við leitum eftir áhugasömum fulltrúum til að taka þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá og um leið láta rödd ungs fólks heyrast við stefnumótun Kirkjunnar.
Þau sem hafa áhuga að taka þátt eða tilnefna fulltrúa viljum við biðja um að hafa samband við verkefnastjóra sem eru: Ása Laufey Sæmundsdóttir og Kristján Ágúst Kjartansson
Þingið stendur frá laugardegi til sunnudags og ásamt því að ræða um stefnumál hristum við okkur saman og spilum keilu og fáum fræðslu um starf alþjóðlega safnaðarins sem sinnir meða annars fólki í leit að alþjóðlegri vernd.
(ath. KUF greiðir ferðakostnað þeirra sem eru utan höfuðborgarsvæðisins)