Nú hefur verið ákveðið að Easter Course sem fram átti að fara í Transylvaníu, Rúmeníu undir yfirskriftinni „Take the lead! – Youth participation and youth work“ dagana 5-12 apríl verður ekki haldið vegna víðtækra lokana og ferðatakmarkana í Rúmeníu.

Fjórir fulltrúar ÆSKÞ stefndu á ferð á Easter Course og þar af var einn sem hefur tekið þátt í skipulagningu námskeiðisins.

Fleiri viðburðir á vegum kirkjunnar hafa fallið niður undanfarið, en um síðustu helgi var vormóti ÆSKR í Vatnaskógi aflýst sem og Fjórðungsmóti austur og norðurlands sem átti að halda á Reyðarfirði.

Við stefnum þó ennþá ótrauð að því að halda Sumarmót fyrstu helgina í Júní.

Við viljum þó beina því til æskulýðsleiðtoga að huga að öllu hreinlæti í starfi sínu og fylgja leiðbeiningu almannavarna.